Japanar vilja að hrefnustofnar verði ekki lengur skilgreindir í útrýmingarhættu

Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS sl. sumar.
Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS sl. sumar. AP

Jap­an­ar hafa óskað eft­ir því að alþjóðastofn­un­in, sem hef­ur eft­ir­lit með viðskipt­um um afurðir af dýra­teg­und­um í út­rým­ing­ar­hættu, aflétti að hluta til banni á viðskipti með hvala­af­urðir með því að leyfa tak­mörkuð viðskipti með hrefnu­af­urðir. Árið 1983 ákvað stofn­un­in að lýsa alla hvala­stofna í út­rým­ing­ar­hættu.

Sátt­mál­inn um alþjóðlega versl­un með teg­und­ir í út­rým­ing­ar­hættu (CITES) seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að Jap­an­ar hafi óskað eft­ir því að þrír hrefnu­stofn­ar verði tekn­ir af lista yfir dýr sem njóta al­gerr­ar vernd­ar og færðir á lista yfir dýra­stofna þar sem leyfð eru tak­mörkuð viðskipti með afurðir sam­kvæmt út­gefn­um leyf­um.

Jap­an­ar hættu hval­veiðum í at­vinnu­skyni árið 1988 en þeir mót­mæltu ekki hval­veiðibanni Alþjóða hval­veiðiráðsins. Þeir hafa hins veg­ar stundað vís­inda­veiðar á hrefnu allt frá 1987.

Árs­fund­ur CITES verður hald­inn í októ­ber á Taílandi og þá er venju­lega farið yfir regl­ur og flokk­an­ir stofn­un­ar­inn­ar. Sátt­mál­inn nær yfir um 5 þúsund dýra­teg­und­ir og 28 þúsund jurta­teg­und­ir.

Jap­an­ar segja í bréfi sínu til CITES að hval­veiðiráðið hafi aldrei lagt fram vís­inda­leg rök fyr­ir hval­veiðibanni sínu. Þess vegna sé mjög mik­il­vægt að CITES styðji til­lögu Jap­ana til að sýna fram á að stofn­un­in byggi ákv­arðanir sín­ar á vís­inda­leg­um grunni en ekki á póli­tísk­um ástæðum.

mbl.is