Bráðum tilkynnt um framhald hvalveiða

Árni Mat­hiesen seg­ir að fljót­lega muni fram­hald vís­inda­hval­veiðanna skýr­ast. Til stóð að hann til­kynnti um fram­haldið á morg­un­verðar­fundi Sjáv­ar­nytja á miðviku­dag, en það varð ekki úr. "Maður þarf að vanda sig vel í þessu máli," sagði ráðherra spurður um hvenær hann muni til­kynna um fram­hald veiðanna.

Vís­inda­veiðarn­ar hóf­ust um miðjan ág­úst­mánuð síðasta sum­ar. Þá voru 36 dýr veidd og tekið af þeim kvóta sem gef­inn hafði verið upp fyr­ir veiðarn­ar fyr­ir ág­úst og sept­em­ber. Til stend­ur að veiða alls 200 dýr, á mis­mun­andi svæðum í kring­um landið, á tíma­bil­inu maí til sept­em­ber, til að skoða fæðu, ástand skepn­unn­ar og fleira á mis­mun­andi tíma­bil­um.

Árni seg­ir að hval­veiðimenn hafi sagt að þeir séu til þegar kallið komi og því þurfi ekki að til­kynna um veiðarn­ar með mikl­um fyr­ir­vara.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: