Ennþá stefnt á að veiða 200 hrefnur

Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar, seg­ir ennþá stefnt að því að veiða 200 hrefn­ur, líkt og gert er ráð fyr­ir í hval­a­rann­sókna­áætl­un stofn­un­ar­inn­ar. Aft­ur á móti sé nú ljóst að þetta mark­mið ná­ist ekki á tveim­ur árum, eins og að var stefnt í upp­hafi, held­ur á lengra tíma­bili.

Jó­hann seg­ir að breyt­ing­um á upp­haf­legri hval­a­rann­sókna­áætl­un fylgi bæði kost­ir og gall­ar í rann­sókna­legu til­liti. "Sýna­tak­an í ár mun taka skemmri tíma en við ætluðum. Auðvitað hefði verið hag­kvæm­ara að veiða fleiri dýr í sum­ar en við telj­um þetta viðun­andi fjölda ef heild­ar­fjöld­inn verður sá sami og kveðið er á um í áætl­un­inni. Við sjá­um fram á að við mun­um veiða þessi dýr á helm­ingi lengri tíma en upp­haf­lega var ætlað. Við erum fyrst og fremst að afla upp­lýs­inga um fæðuval á mis­mun­andi svæðum og með því að dreifa veiðinni yfir lengri tíma sjá­um við bet­ur breyti­leika á milli ára."

Jó­hann seg­ir að veiðarn­ar hefj­ist við fyrsta tæki­færi og fram­kvæmd þeirra verði með svipuðu sniði og á síðasta ári.

Hann seg­ir að áætl­un um veiðar og rann­sókn­ir á langreyði og sand­reyði stand­ist sömu­leiðis, þó að veiðarn­ar á þess­um teg­und­um hefj­ist ekki í sum­ar. Ennþá sé miðað við að veidd­ar verði 200 langreyðar og 100 sand­reyðar en eng­in ákvörðun liggi fyr­ir um hvenær þess­ar veiðar hefjast.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: