Fyrsta hrefnan veidd samkvæmt áætlun um hrefnurannsóknir

Vísindamenn við mælingar og rannsóknir á fyrstu hrefnunni, sem veidd …
Vísindamenn við mælingar og rannsóknir á fyrstu hrefnunni, sem veidd er samkvæmt rannsóknaáætlun Hafró fyrir árið 2004. Hafrannsóknastofnun

Í gær veidd­ist fyrsta hrefn­an sam­kvæmt rann­sókna­áætl­un Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar fyr­ir árið 2004. Að því er kem­ur fram á vef Hafró var það Njörður KÓ, einn af þrem­ur hrefnu­veiðibát­um, sem Haf­rann­sókna­stofn­un­in hef­ur nú til umráða vegna rann­sókn­anna, sem veiddi hrefn­una í ut­an­verðum Faxa­flóa.

Alls verða veidd 25 dýr í rann­sókna­skyni í sum­ar og verður veiðunum dreift í sam­ræmi við upp­haf­lega rann­sókna­áætl­un. Meg­in­mark­mið rann­sókn­anna er að afla grunnupp­lýs­inga um fæðuvist­fræði hrefn­unn­ar á land­grunni Íslands. Þó mik­il­vægi hrefnu í vist­kerfi hafs­ins við Ísland sé ljóst, hef­ur skort­ur á ná­kvæm­um fæðuupp­lýs­ing­um tor­veldað áætlan­ir um afrán henn­ar á öðrum nytja­stofn­um. Auk fæðurann­sókn­anna eru gerðar fjölþætt­ar aðrar rann­sókn­ir á hverri veiddri hrefnu.

Ásamt Haf­rann­sókna­stofn­un­inni koma vís­inda­menn frá Rann­sókna­stofn­un fiskiðnaðar­ins, Til­rauna­stöð Há­skól­ans í meina­fræði að Keld­um, Land­spít­ala-há­skóla­sjúkra­húsi o.fl. aðilum að rann­sókn­un­um. Þá verða sam­kvæmt áætl­un­inni einnig gerðar margþætt­ar rann­sókn­ir óháðar veiðum, svo sem taln­ing­ar á mis­mun­andi tím­um árs.

At­hygli er vak­in á nýj­um upp­lýs­inga­vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar vegna hrefnu­rann­sókn­anna en þar munu upp­lýs­ing­ar um gang rann­sókn­anna og niður­stöður birt­ast auk ít­ar­legra upp­lýs­inga um sögu hrefnu­rann­sókna og veiða, eðli og stöðu yf­ir­stand­andi verk­efn­is.

Vef­ur Hafró um hrefnu­veiðar

mbl.is