Fimm hrefnur hafa veiðst

Hrefna dregin inn fyrir borðstokkinn á hrefnubát undan vesturströnd Íslands …
Hrefna dregin inn fyrir borðstokkinn á hrefnubát undan vesturströnd Íslands í ágúst í fyrra. AP

Fimm hrefn­ur hafa nú veiðst síðan rann­sókna­veiðar hóf­ust aft­ur í byrj­un júní. Gísli Vík­ings­son, verk­efn­is­stjóri, seg­ir á vefsvæði Haf­rann­sókna­stofn­un­ar að rann­sókn­irn­ar gangi sam­kvæmt áætl­un en alls má veiða 25 hrefn­ur í sum­ar. Veiðunum er dreift á 9 hafsvæði allt í kring­um landið í sam­ræmi við út­breiðslu hrefnu við landið og fara þær fram á þrem­ur bát­um sem leigðir voru til rann­sókn­anna.

Gísli seg­ir úr­vinnslu gagna úr sýna­tök­um á síðasta ári ganga vel og verða frumniður­stöður af­markaðra rann­sókn­arþátta lagðar fram á árs­fundi vís­inda­nefnd­ar Alþjóðahval­veiðiráðsins í júlí. Sam­kvæmt rann­sókn­aráætl­un Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar á að veiða alls 200 dýr og eiga end­an­leg­ar niður­stöður að liggja fyr­ir að lok­inni úr­vinnslu allra sýna.

Verk­efnið er unnið í sam­vinnu sér­fræðinga á Haf­rann­sókna­stofn­un­inni, Rann­sókna­stofn­un fiskiðnaðar­ins, Til­rauna­stöð Há­skóla Íslands í meina­fræði að Keld­um og Land­spít­ala Há­skóla­skjúkra­húsi.

mbl.is