Hrefnuveiðunum lokið í ár

Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS.
Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS. AP

Vís­inda­veiðum á hrefnu er lokið í ár og hrefn­urn­ar 25 sem ákveðið var að veiða komn­ar á land, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Haf­rann­sókna­stofn­un­inni. Alls hafa því verið tek­in sýni úr 61 hrefnu og marg­vís­leg­ar mæl­ing­ar gerðar frá því rann­sókn­irn­ar hóf­ust í ág­úst 2003.

Úrvinnsla gagna er haf­in og verður greint frá gangi rann­sókn­anna á árs­fundi vís­inda­nefnd­ar Alþjóðahval­veiðiráðsins sem nú stend­ur yfir í Sor­rento á Ítal­íu.

Þrír bát­ar voru leigðir til veiðanna í ár, Njörður KÓ, Hall­dór Sig­urðsson ÍS og Trausti ÍS og voru veiðar stundaðar allt í kring­um landið. Veiðunum var dreift í hlut­falli við út­breiðslu hrefnu hér við land að sum­ar­lagi.

Upp­lýs­inga­vef­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar­inn­ar um hrefnu­rann­sókn­ir

mbl.is