Formaður hvalveiðiráðsins mun leggja til að veiðibanni verði aflétt

Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibát.
Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibát. AP

Dan­inn Hendrik Fischer, formaður Alþjóða hval­veiðiráðsins, mun leggja til að banni við hval­veiðum verði aflétt á árs­fundi ráðsins, sem hefst í Sor­rento á Ítal­íu á morg­un. Í trúnaðarskjali, sem dreift hef­ur verið til full­trúa á árs­fund­in­um, seg­ir Fischer að nauðsyn­legt sé að leyfa hval­veiðar í at­vinnu­skyni að nýju til að end­ur­reisa trú­verðug­leika ráðsins og gera því kleift að tryggja vernd­un og viðhald hvala­stofn­anna.

Í skjal­inu, sem Fischer hef­ur dreift til aðild­ar­ríkja hval­veiðiráðsins, seg­ir að áætl­un hans sé besta leiðin til að ná jafn­vægi milli hóg­værra veiðikvóta og vernd­un­ar en deil­ur um það hafa í rúm­an ára­tug komið í veg fyr­ir niður­stöðu um svo­nefnd­ar end­ur­skoðaðar veiðiregl­ur, sem eru for­senda fyr­ir því að veiðikvót­ar verði gefn­ir út að nýju.

„Nú er al­mennt talið, að sam­tök okk­ar séu ekki starf­hæf og raun­ar vinna and­stæðar skoðanir og aðgerðir, sem nú eru í ráðinu, gegn vernd­un," seg­ir Fischer í skjal­inu. Þar seg­ir hann að það eigi að vera hægt að leyfa ein­verj­ar veiðar ekki síðar en árið 2006. Seg­ist hann telja, að rétt sé að heim­ila hval­veiðar í þrep­um til að auka trú al­menn­ings á að Alþjóðahval­veiðiráðið sé fært um að stjórna hval­veiðum og tryggja vernd­un hvala­stofna.

„Með þessu er ekki verið að gefa í skyn... að það verði hafn­ar um­fangs­mikl­ar veiðar á öll­um hvala­stofn­um," seg­ir Fis­hcer og bæt­ir við að á fyrsta fimm ára tíma­bil­inu eigi aðeins að leyfa aðild­ar­ríkj­um að veiða inn­an eig­in efna­hagslög­sögu.

Hval­veiðibann hef­ur verið í gildi frá ár­inu 1986. Norðmenn mót­mæltu bann­inu á sín­um tíma og eru því ekki bundn­ir af því en hrefnu­veiðar hafa verið stundaðar við strend­ur Nor­egs um ára­bil. Þá hafa Jap­an­ar og Íslend­ing­ar lagt stund á hrefnu­veiðar í vís­inda­skyni.

Jap­an­ar hafa hótað að ganga úr hval­veiðiráðinu og stofna eig­in veiðistjórn­un­ar­sam­tök verði hval­veiðibann­inu ekki aflétt. Jap­anska sendi­nefnd­in sagði í síðustu viku að hval­veiðiráðið væri al­ger­lega óstarf­hæft. Meiri­hluti aðild­ar­ríkj­anna tel­ur hins veg­ar að hval­veiðiráðið sé besti vett­vang­ur­inn til að vernda hvala­stofna, einkum þá sem séu enn í út­rým­ing­ar­hættu.

Jap­an­ar taka vel í hug­mynd­ir Fischers. Talsmaður japönsku sendi­nefnd­ar­inn­ar á árs­fund­in­um sagði við AFP að þetta sé í fyrsta skipti sem komið hafi fram raun­hæf­ar til­lög­ur sem miði í rétta átt. Hval­veiðiráðið hafi í raun aldrei kom­ist ná­lægt því að ná sam­komu­lagi.

Til að aflétta hval­veiðibann­inu þarf 3/​4 hluta at­kvæða á árs­fundi og ólík­legt er að það ná­ist á fund­in­um í Sor­rento þar sem aðild­ar­rík­in virðast skipt í tvær nán­ast jafn stór­ar fylk­ing­ar. Hins veg­ar er talið að skjal Fischers muni gefa Japön­um byr und­ir báða vængi.

mbl.is