Vilja að náttúruverndarsamtökum verði vísað af fundi hvalveiðiráðsins

Minoru Morimoto, formaður japönsku sendinefndarinnar á ársfundi hvalveiðiráðsins í Sorrento.
Minoru Morimoto, formaður japönsku sendinefndarinnar á ársfundi hvalveiðiráðsins í Sorrento. AP

Jap­an­ar og fleiri ríki á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins hafa brugðist ókvæða við ásök­un­um frá nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um um að Jap­an hafi keypt sér at­kvæði Kyrra­hafs­ríkja í ráðinu með því að heita þeim þró­un­araðstoð. Krefjast Jap­an­ar þess að sam­tök­un­um Alþjóðlega dýra­vernd­ar­sjóðnum (IFAW) verði vísað af fund­in­um en sam­tök­in ásamt fleiri slík­um sam­tök­um hafa áheyrn­araðild að ráðinu.

Roland Schmitten, starf­andi formaður Alþjóðahval­veiðiráðsins, hef­ur kallað eft­ir því að IFAW leggi fram sann­an­ir fyr­ir þess­um ásök­un­um, að sögn heim­ild­ar­manna inn­an hval­veiðiráðsins. Fleiri sam­tök, á borð við Grænfriðunga og Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sjóðinn (WWF), komu fram með svipaðar ásak­an­ir í gær á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi nátt­úru­vernd­ar­sam­taka í Sor­rento á Ítal­íu þar sem árs­fund­ur­inn er hald­inn.

Schmitten kallaði for­menn aðild­ar­ríkja ráðsins sam­an í gær þar sem full­trú­ar Jap­ana og Kyrra­hafs­ríkja báru af sér sak­ir. Sögðu nokkr­ir sendi­full­trú­ar að þess­ar ásak­an­ir væru afar móðgandi og lögðu hart að Schmitten að vísa full­trú­um IFAW af fund­in­um. Mun Schmitten vænt­an­lega boða til ann­ars fund­ar formanna sendi­nefnd­anna og kynna þar ákvörðun sína.

mbl.is