Ástralir fordæma hvalveiðar Íslands og Japans

Íslendingar veiddu 25 hrefnur í vísindaskyni í sumar.
Íslendingar veiddu 25 hrefnur í vísindaskyni í sumar. AP

Ian Camp­bell, um­hverf­is­ráðherra Ástr­al­íu, sendi í morg­un frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann for­dæmdi Íslend­inga og Jap­ana fyr­ir áform um að auka hval­veiðar í vís­inda­skyni og hvatti þjóðirn­ar til að hætta slík­um veiðum. Sagði Camp­bell að Íslend­ing­ar og Jap­an­ar ætluðu vís­indi sem yf­ir­skyn fyr­ir veiðar á 850 hvöl­um af ýms­um teg­und­um á næsta ári, að því er kem­ur fram í frétt Reu­ters­frétta­stof­unn­ar. Ástr­alir hættu hval­veiðum fyr­ir ald­ar­fjórðungi.

„Það er móðgun við vís­indi að drepa hvali í nafni vís­inda," sagði Camp­bell. „Þetta eru ekki vís­indi. Þetta er slátrun í at­vinnu­skyni."

Ástr­al­ar vilja að komið verði á fót griðasvæði hvala í Suður-Kyrra­hafi og að bann, sem nú er í gildi við hval­veiðum í at­vinnu­skyni verði var­an­legt.

Camp­bell tók við embætti um­hverf­is­ráðherra í byrj­un vik­unn­ar en fyr­ir­renn­ari hans, Dav­id Kemp, var vikið úr embætti eft­ir að hann lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram í næstu þing­kosn­ing­um. Verka­manna­flokk­ur­inn, helsti stjórn­ar­and­stöðuflokk­ur lands­ins, gagn­rýndi Camp­bell í vik­unni fyr­ir að sækja ekki fund Alþjóðahval­veiðiráðsins í Sor­rento á Ítal­íu en formaður áströlsku sendi­nefnd­ar­inn­ar er Conall O'Conn­ell, aðstoðarráðuneyt­is­stjóri um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins.

Ástr­alir og Ný­sjá­lend­ing­ar eru í hópi þeirra þjóða sem beitt hafa sér mest gegn hval­veiðum. Segja þær að hvala­stofn­ar séu við hættu­mörk og griðasvæði séu nauðsyn­leg svo stofn­arn­ir geti náð sér á ný. Tvö slík svæði eru nú skil­greind, á Ind­lands­hafi og í Suður­höf­um.

mbl.is