Deilt um hvort hvalveiðiaðferðir séu nægilega mannúðlegar

Grænfriðungar og önnur umhverfisverndarsamtök stóðu fyrir siglingu á Sorrentoflóa um …
Grænfriðungar og önnur umhverfisverndarsamtök stóðu fyrir siglingu á Sorrentoflóa um síðustu helgi til að vekja mótmæla hvalveiðum. AP

Á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins í morg­un var rætt um til­lögu Nýja-Sjá­lands sem vill að veiðiaðferðir við hval­veiðar verði mannúðlegri en nú er. „Þrátt fyr­ir að hval­veiðibann sé í gildi halda nokkr­ar þjóðir - Jap­an, Nor­eg­ur og Ísland, áfram að veiða þúsund­ir hvala á ári. Aðferðirn­ar sem notaðar eru við þess­ar hval­veiðar eru oft mjög hrotta­fengn­ar," sagði Chris Cart­er, um­hverf­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, þegar hann mælti fyr­ir til­lög­unni. Stefán Ásmunds­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar, sagði að Íslend­ing­ar væru hlynnt­ir því að bæta veiðiaðferðir en hins veg­ar virt­ist sem um­hyggja þeirra ríkja sem lögðu til­lög­una fram væri meiri fyr­ir hvöl­um en öðrum veiðidýr­um.

„Geti Alþjóðahval­veiðiráðið ekki stöðvað hval­veiðar þá ætti það að minnsta kosti að reyna að betr­um­bæta drápsaðferðirn­ar til að draga sem mest úr þján­ingu þeirra hvala sem veidd­ir eru," sagði Cart­er.

Cart­er sagði að í til­lög­unni fæl­ist ekki af­stöðubreyt­ing Ný­sjá­lend­inga til hval­veiða held­ur væri ein­fald­lega verið að viður­kenna að enn séu stundaðar hval­veiðar.

Til­laga Nýja-Sjá­lands var studd af Bretlandi, Ítal­íu, Þýskalandi, Aust­ur­ríki, Arg­entínu, Suður-Afr­íku, Mexí­kó, Hollandi, Belg­íu, Bras­il­íu, Portúgal, Indlandi, Spáni, Svíþjóð og Banda­ríkj­un­um.

Íslend­ing­ar, Norðmenn og Jap­an­ar lýstu sig and­víg­ir til­lög­unni í morg­un og sögðu að mikið hefði verið unnið að því að gera hval­veiðar eins mannúðleg­ar og mögu­legt væri og þær væru oft mun mannúðlegri en veiðar á dýr­um á þurru landi. Aðallega eru notaðir sprengju­skutl­ar við hval­veiðar en einnig stór­ir riffl­ar og handskutl­ar til að festa flot­holt við hval­ina. „Þess­ar aðferðir leiða oft til þess að hval­irn­ir eru lengi að drep­ast og særðir hval­ir sleppa stund­um," sagði Cart­er. Hann sagði að í nýrri skýrslu kæmi fram að það tæki að jafnaði um 14 mín­út­ur að deyða hrefnu und­an Græn­landi og 114 mín­út­ur að drepa langreyði. Þá séu dæmi um að hval­ir hafi verið allt að 12 stund­ir að drep­ast.

Stefán Ásmunds­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar, sagði að Íslend­ing­ar væru hlynnt­ir því að bæta veiðiaðferðir en hins veg­ar virt­ist, sem um­hyggja al­menn­ings í lönd­un­um sem lögðu til­lög­una fram væri meiri fyr­ir hvöl­um en dýr­um sem þar eru veidd. Hann sagði að Sví­ar viður­kenndu t.d. að veiðaðferðir við hval­veiðar séu í mörg­um til­fell­um mun ár­ang­urs­rík­ari en þær sem notaðar eru við elgsveiðar í Svíþjóð.

„Ég tel að við ætt­um að viður­kenna þýðingu þess hátt­ar sam­an­b­urðar en ein­blína ekki á hval­veiðar og full­yrða að þar fari fram ein­hvers kon­ar óviður­kvæmi­leg­ar aðgerðir á sama tíma og við sætt­um okk­ur við að önn­ur dýr séu veidd með aðferðum sem eru mun áhrifam­inni," sagði Stefán á fund­in­um.

Dýra­vernd­ar­sam­tök segja að hval­ir deyi ekki nægi­lega skjótt eft­ir að þeir hafa verið skotn­ir. Sir Dav­id Atten­borough, sem kunn­ur er fyr­ir sjón­varpsþætti sína um nátt­úr­una, sagði ný­lega í skýrslu, að ekki væri til nein mannúðleg aðferð til að drepa hval í sjó.

En norski hval­veiðimaður­inn Bjorn Hugo Bendik­sen seg­ir, að sannað hafi verið að hval­veiðar séu senni­lega skil­virk­ustu dýra­veiðar sem nú séu stundaðar. Þróun veiðiaðferðanna sé kom­in svo langt, að erfitt sé að bæta þær. „Þess­um ríkj­um er ná­kvæm­lega sama um dýra­vernd og mannúðleg­ar veiðiaðferðir. Þær vilja bara koma í veg fyr­ir hval­veiðar - punkt­ur."

mbl.is