Andstæðingar hvalveiða fengu ályktun um veiðistjórnunarreglur breytt

Bengt Johanssen og Lars Vallø, fulltrúar Norðmanna á ársfundi hvalveiðiráðins.
Bengt Johanssen og Lars Vallø, fulltrúar Norðmanna á ársfundi hvalveiðiráðins. AP

And­stæðing­um hval­veiða tókst að koma í veg fyr­ir að samþykkt yrði álykt­un á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins, sem gerði ráð fyr­ir því að end­ur­skoðaðar veiðistjórn­un­ar­regl­ur um hval­veiðar verði af­greidd­ar á næsta árs­fundi ráðsins. Ástr­al­ar og Ný­sjá­lend­ing­ar lögðu fram breyt­ing­ar­til­lögu, sem var samþykkt, um að fleiri kæmu að vinnu við veiðistjórn­un­ar­regl­ur en starfs­hóp­ur, sem myndaður var eft­ir árs­fund ráðsins í fyrra og Ísland á m.a. sæti í. Er m.a. gert ráð fyr­ir aðkomu um­hverf­is­vernd­ar­sam­taka. Þá er því ekki lýst yfir að vinnu við regl­urn­ar skuli vera lokið á næsta ári þótt að því skuli stefnt.

„Þetta þýðir að stigið er skref í átt til þess að hval­veiðar í at­vinnu­skyni verði leyfðar á ný en það er lítið skref," sagði Sus­an Lie­berm­an, einn af tals­mönn­um World Wild­li­fe Fund (WWF).

Full­trú­ar Jap­ana lýstu von­brigðum með niður­stöðu árs­fund­ar­ins. Min­oru Morimoto, formaður japönsku sendi­nefnd­ar­inn­ar, sagði að úr­slit­in ykju efa­semd­ir Jap­ana um að Alþjóðahval­veiðiráðið hafi nokkra þýðingu fyr­ir Jap­ana. „Hins veg­ar eru Jap­an­ar reiðubún­ir til að vinna að því að hval­veiðar verði tekn­ar upp að nýju í sam­ræmi við raun­hæf­ar veiðistjórn­un­ar­regl­ur," sagði hann.

Banda­rík­in sættu fyrr í dag mik­illi gagn­rýni fyr­ir að lýsa stuðningi við álykt­un sem lögð var fram af Jap­an og Íslandi og miðaði að því að ljúka vinnu við svo­nefnd­ar end­ur­skoðaðar veiðistjórn­un­ar­regl­ur. Hval­veiðiþjóðir segja að þegar þær regl­ur verði staðfest­ar þýði það sjálf­krafa að hval­veiðibann­inu verði aflétt, en William Hog­ar­th, formaður banda­rísku sendi­nefnd­ar­inn­ar, sagðist ekki vera samþykk­ur því og sagði að Banda­rík­in styddu ekki af­nám hval­veiðibanns­ins.

mbl.is