„Í þessari niðurstöðu ársfundarins felast ákveðnir möguleikar til þess að hefja hvalveiðar í ábataskyni á ný. Þetta er hins vegar engin niðurstaða í þeim efnum," segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra.
Árni segir að nú þurfi allir að gefa eftir, eigi að fara þessa leið, og til þess séu íslenzk stjórnvöld reiðubúin. „Það þarf málamiðlun, nú er komin hreyfing á málin og það er jákvætt í sjálfu sér. Nú verðum við bara að sjá hver framvindan verður," segir Árni M. Mathiesen.