Möguleikar á hvalveiðum á ný

Rolland Schmitten stýrir fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Sorrento.
Rolland Schmitten stýrir fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Sorrento. AP

„Í þess­ari niður­stöðu árs­fund­ar­ins fel­ast ákveðnir mögu­leik­ar til þess að hefja hval­veiðar í ábata­skyni á ný. Þetta er hins veg­ar eng­in niðurstaða í þeim efn­um," seg­ir Árni M. Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Árni seg­ir að nú þurfi all­ir að gefa eft­ir, eigi að fara þessa leið, og til þess séu ís­lenzk stjórn­völd reiðubú­in. „Það þarf mála­miðlun, nú er kom­in hreyf­ing á mál­in og það er já­kvætt í sjálfu sér. Nú verðum við bara að sjá hver fram­vind­an verður," seg­ir Árni M. Mat­hiesen.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: