Vilja banna hvalveiðar í vísindaskyni

And­stæðing­ar hval­veiða hafa komið fram með hug­mynd­ir um að breyta stofn­samn­ingi Alþjóða hval­veiðiráðsins m.a. þannig að hann banni veiðar í vís­inda­skyni og af­nemi rétt aðild­ar­ríkja til að mót­mæla ákvörðunum ráðsins. Þetta kom fram á fundi í ráðinu í Svíþjóð í síðustu viku, en þar lögðu Bret­ar, Ástr­alir og Ný­sjá­lend­ing­ar fram til­lögu þessa efn­is.

Þessi fund­ur var eins kon­ar vinnufund­ur, þar sem eng­ar bein­ar ákv­arðanir voru tekn­ar, held­ur var verið að fara yfir fram­komn­ar til­lög­ur um fram­haldið í deil­unni um hið svo­nefnda end­ur­skoðaða stjórn­kerfi hval­veiða í at­vinnu­skyni og móta þær frek­ar. Næsti fund­ur af þessu tagi verður í marz og verður þá reynt að móta end­an­leg­ar til­lög­ur til að leggja fyr­ir árs­fund ráðsins næsta sum­ar.

Stefán Ásmunds­son, formaður ís­lenzku sendi­nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að ljóst sé að þess­ar þrjár þjóðir séu al­ger­lega and­víg­ar hval­veiðum óháð því hvort ljóst sé að þær séu sjálf­bær­ar eða ekki. Það sé hins veg­ar afar ólík­legt að þessi hug­mynd um breyt­ing­ar á stofn­samn­ingi hval­veiðiráðsins geti orðið að veru­leika. Breyt­ing­ar á stofn­samn­ingn­um þurfi að fara fyr­ir þjóðþing sér­hverr­ar aðild­arþjóðar og hljóta þar samþykki. Þær þjóðir sem samþykki breyt­ing­arn­ar ekki séu ekki bundn­ar af þeim og því sé afar ólík­legt að reynt verði að fara þessa leið, enda væri hval­veiðiráðið orðin yfirþjóðleg valda­stofn­un ef mót­mæla­rétt­ur­inn væri af­num­inn.

Stefán seg­ir að formaður Alþjóða hval­veiðiráðsins hafi á síðasta árs­fundi lagt fram til­lögu sem bygg­ist á því að tak­markaðar hval­veiðar í at­vinnu­skyni verði leyfðar. Sam­kvæmt henni verði veiðikvót­ar reiknaðir út frá þeirri reikni­reglu sem vís­inda­nefnd ráðsins samþykkti fyr­ir meira en ára­tug, sem trygg­ir sjálf­bærni veiðanna.

"Það liggja ýms­ar til­lög­ur fyr­ir ráðinu, sem verið er að vinna úr áður en þær verða lagðar full­mótaðar fyr­ir næsta árs­fund. Þar á meðal verður til­laga for­manns­ins um tak­markaðar veiðar. Hvaða fleiri til­lög­ur verða lagðar fyr­ir árs­fund­inn ligg­ur ekki fyr­ir enn, en það er ljóst að Ástr­al­ar, Bret­ar og Ný­sjá­lend­ing­ar munu ekki samþykkja veiðar. Það á einnig við um fleiri þjóðir, en þeim þjóðum sem eru fylgj­andi sjálf­bær­um veiðum und­ir ströngu eft­ir­liti fer fjölg­andi," seg­ir Stefán.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: