Hrefnukvótinn aukinn í Noregi

Hrefna dregin inn fyrir borðstokkinn á hrefnubát undan vesturströnd Íslands …
Hrefna dregin inn fyrir borðstokkinn á hrefnubát undan vesturströnd Íslands í fyrra. AP

Norsk stjórn­völd hafa aukið við hrefnu­kvóta, sem norsk­ir hrefnu­veiðimenn fá út­hlutað fyr­ir næsta ár. Verður kvót­inn 797 dýr á næsta ári en var 670 á yf­ir­stand­andi ári. Ekki tókst að veiða upp í kvót­ann nú, m.a. vegna þess að eft­ir­spurn eft­ir kjöti er tak­mörkuð í Nor­egi.

„Þetta er stærsti kvóti sem hef­ur verið ákveðinn frá því hval­veiðar hóf­ust að nýju árið 1993," sagði Sven Ludvig­sen, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, í yf­ir­lýs­ingu.

Norðmenn eru eina þjóðin sem veiðir hvali í at­vinnu­skyni, en þeir mót­mæltu hval­veiðibanni Alþjóðahval­veiðiráðsins á sín­um tíma og eru því ekki bundn­ir af því. Jap­an­ar og Íslend­ing­ar hafa stundað hval­veiðar í vís­inda­skyni.

mbl.is