Tillaga um 39 dýra hrefnukvóta

Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS árið 2003.
Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS árið 2003. AP

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un legg­ur til að 39 hrefn­ur verði veidd­ar á miðju sumri, allt í kring­um landið, að því er kom fram í frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Veiðarn­ar eru hluti af rann­sókn­aráætl­un stofn­un­ar­inn­ar sem staðið hafa yfir í tvö ár.

Haft var eft­ir Gísla Vík­ings­syni, verk­efna­stjóra hjá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un, að hann geri ráð fyr­ir að 100 hrefn­ur verði veidd­ar á næsta ári og því tak­ist að ljúka rann­sókn­inni á fjór­um árum í stað tveggja en sam­kvæmt áætl­un stofn­un­ar­inn­ar á að veiða 200 hrefn­ur.

mbl.is