Hafrannsóknarstofnun leggur til að 39 hrefnur verði veiddar á miðju sumri, allt í kringum landið, að því er kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Veiðarnar eru hluti af rannsóknaráætlun stofnunarinnar sem staðið hafa yfir í tvö ár.
Haft var eftir Gísla Víkingssyni, verkefnastjóra hjá Hafrannsóknarstofnun, að hann geri ráð fyrir að 100 hrefnur verði veiddar á næsta ári og því takist að ljúka rannsókninni á fjórum árum í stað tveggja en samkvæmt áætlun stofnunarinnar á að veiða 200 hrefnur.