Tekist á um hvalveiðar í Suður-Kóreu

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar á veg­um Grænfriðunga hafa lagt und­ir sig svæði í Uls­an í Suður-Kór­eu þar sem hug­mynd­ir eru um að reisa vinnslu­stöð fyr­ir hval­kjöt en vís­inda­nefnd Alþjóðahval­veiðiráðsins sit­ur nú á fundi í Uls­an. Árs­fund­ur ráðsins verður einnig í Uls­an og hefst 20. júní.

Að sögn breska rík­is­út­varps­ins, BBC, ótt­ast um­hverf­is­vernd­arsinn­ar, að á árs­fund­in­um muni ráðið leggja bless­un sína yfir tak­markaðar hval­veiðar að nýju.

Á fund­in­um í Uls­an verða end­ur­skoðaðar veiðiregl­ur enn og aft­ur til um­fjöll­un­ar en á fundi hval­veiðiráðsins í fyrra var ákveðið að leggja áherslu á að ljúka um­fjöll­un um regl­urn­ar sem fyrst.

mbl.is