Áróðursstríð í aðdraganda hvalveiðiráðsfundar

Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibátinn Njörð KÓ undan Vesturlandi …
Hrefna hífð um borð í hrefnuveiðibátinn Njörð KÓ undan Vesturlandi árið 2003. AP

Mikið áróðurs­stríð fer nú fram í aðdrag­anda árs­fund­ar Alþjóðahval­veiðiráðsins, sem hefst í Suður-Kór­eu 20. þessa mánaðar. Ríki, sem and­víg eru hval­veiðum, hafa með Ástr­al­íu í broddi fylk­ing­ar gagn­rýnt harðlega áform Jap­ana um að auka vís­inda­veiðar á hvöl­um. Í gær snér­ist Norður­hjara­banda­lagið, sam­tök hval­veiðimanna á norður­slóðum, til varn­ar og sagði að Ástr­al­ar hefðu ekki úr háum söðli að detta í um­hverf­is­mál­um þar sem þeir hefðu neitað að staðfesta Kyoto-sátt­mál­ann.

Ástr­al­ar og fleiri ríki vilja að komið sé í veg fyr­ir að aðild­ar­ríki Alþjóðahval­veiðiráðins geti stundað hval­veiðar í vís­inda­skyni. Hef­ur Ian Camp­bell, um­hverf­is­ráðherra Ástr­al­íu, m.a. verið á ferð um Evr­ópu til að afla stuðnings við þess­ar til­lög­ur, að sögn ástr­alskra fjöl­miðla.

Í gær sagði Rune Frovik, talsmaður Norður­hjara­banda­lags­ins, við ABC út­varps­stöðina í Ástr­al­íu, að staða um­hverf­is­mála þar í landi og andstaða Ástr­ala við Kyoto-sátt­mál­ann um tak­mörk­un á los­un gróður­húsaloft­teg­unda, gerði það að verk­um að mál­flutn­ing­ur Ástr­ala væri ekki trú­verðugur.

„Það kem­ur ekki til greina að stöðva hval­veiðar. Það eina, sem Ástr­al­ía get­ur reynt, er að reyna að tak­marka veiðarn­ar. Ástr­al­ar eiga að taka upp viðræður við hval­veiðiþjóðirn­ar um mála­miðlun," sagði Frovik.

Camp­bell svaraði í morg­un og sagði að sig undraði ekki, að ákveðin ríki reyndu að grafa und­an til­raun­um Ástr­ala til að koma í veg fyr­ir hval­veiðar. Hann sagði að afstaða Ástr­al­íu til Kyoto-sátt­mál­ans veikti ekki stöðu lands­ins í um­hverf­is­mál­um.

„Við erum for­ustu­ríki að mörgu leyti á þessu sviði, og það var við því að bú­ast að full­trú­ar norskra hval­veiðihags­muna­sam­taka reyni að gera málið per­sónu­legt og ráðast á Ástr­al­íu," sagði hann við Sky News.

„Flest­ir telja að hval­veiðar eigi að heyra fortíðinni til og því eigi að stöðva þær. Þeir sem veiða hvali og græða á að eyða hvöl­um - sprengja þá í loft upp með hand­sprengj­um - það er eðli­legt að þeir reyni að verja sína hags­muni."

Camp­bell kom í gær úr ferð til Solomo­n­eyja, Kiri­bati og Tonga þar sem hann var að afla stuðnings við til­raun­ir til að koma í veg fyr­ir að Jap­an­ar tvö­földuðu vís­inda­veiðikvóta sinn. Camp­bell sagði að Solomo­n­eyj­ar hefðu heitið hon­um stuðningi á árs­fundi hval­veiðiráðsins og það væri mik­il­vægt atriði í ljósi þess að mjótt yrði á mun­un­um.

„Og viðræður mín­ar í Evr­ópu voru einnig afar gagn­leg­ar, afar upp­byggi­leg­ar og mun upp­byggi­legri en bullið sem við heyrðum frá norsku hval­veiðihags­muna­vörðunum," sagði hann.

mbl.is