„Getur endað hvernig sem er ennþá“

Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, ræðir við Ole Samsing og …
Stefán Ásmundsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, ræðir við Ole Samsing og Amalie Jessen, fulltrúa Dana, við upphaf ársfundar hvalveiðiráðsins í morgun. AP

Stefán Ásmunds­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins (IWC) seg­ist hvorki svart­sýnn né bjart­sýnn á fram­hald fund­ar ráðsins sem hófst í Suður-Kór­eu í dag. „Þetta get­ur endað hvernig sem er ennþá,“ sagði Stefán við Frétta­vef Morg­un­blaðsins að lokn­um fundi ráðsins.

„Það sem er að okk­ar mati lang­stærsta málið á þess­um fundi er mál varðandi stjórn hval­veiða í at­vinnu­skyni og það er ekki á dag­skrá fyrr en á morg­un. Það sem skipti mestu máli í dag var ekki endi­lega fund­ur­inn í fund­ar­her­berg­inu held­ur óform­leg­ar samn­ingaviðræður í bak­her­bergj­um og frammi á gangi,“ seg­ir Stefán. Hann seg­ist ekki viss um að málið verði út­kljáð á morg­un og verði hugs­an­lega á dag­skrá út vik­una. Þreif­ing­ar séu í gangi og of snemmt að segja til um lykt­ir máls­ins.

Hval­veiðis­inn­ar biðu ósig­ur í þrem­ur at­kvæðagreiðslum sem fram fóru á fund­in­um í dag. Þar var meðal ann­ars felld til­laga Jap­ana um að at­kvæðagreiðslur inn­an ráðsins yrðu leyni­leg­ar. Spurður um hvort niður­stöður at­kvæðagreiðsln­anna í dag gæfu til­efni til svart­sýni á fram­hald fund­ar­ins sagði Stefán málið nokkuð flókið. End­an­leg af­greiðsla á ákvörðun um hval­veiðar í at­vinnu­skyni verði senni­lega ekki tek­in fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári en 3/​4 hluta at­kvæða þarf til þess að slík­ar veiðar verði samþykkt­ar. „Það sem við erum að reyna að gera er að ná sam­an breiðum hóp,“ seg­ir Stefán. „Hval­veiðiand­stæðing­arn­ir eru ennþá með meiri­hluta en hann er reynd­ar mjög tæp­ur. Í einni at­kvæðagreiðslunni af þrem­ur í dag munaði aðeins einu at­kvæði,“ seg­ir Stefán. Hann bæt­ir við að aðild­ar­ríkj­um í ráðinu sé að fjölga og og sú þróun þýði að sam­an dragi með fylk­ing­un­um.

Mála­miðlun­ar­til­laga Dana

Stefán seg­ir að í dag hafi Íslend­ing­ar átt viðræður á göng­um og í bak­her­bergj­um um mála­miðlun­ar­til­lögu sem Dan­ir hafa lagt fram um end­ur­skoðaðar veiðiregl­ur.

„Dan­ir eru ein af þeim þjóðum sem við vinn­um náið með til þess að reyna að koma þessu máli í rétt­an far­veg,“ seg­ir Stefán. Hann seg­ir til­lög­ur Dana byggj­ast fyrst og fremst á til­lögu Henrik Fischers, for­manns ráðsins, frá því á síðasta fundi.

Í grein­ar­gerð Fischers eft­ir fund ráðsins í fyrra seg­ir meðal ann­ars að mik­il­vægt sé fyr­ir trú­verðug­leika ráðsins að leyfa hval­veiðar í at­vinnu­skyni með sér­stök­um skil­yrðum. Leyfa eigi hval­veiðar í þrep­um og að hægt eigi að vera að leyfa ein­hverj­ar veiðar fyr­ir árið 2006.

mbl.is