Tillaga um leynilegar atkvæðagreiðslur felld á hvalveiðiráðsfundi

Minoru Morimoto og Joji Morishita, fulltrúar Japans í Alþjóðahvalveiðiráðinu, á …
Minoru Morimoto og Joji Morishita, fulltrúar Japans í Alþjóðahvalveiðiráðinu, á ársfundinum í morgun. AP

Til­laga Jap­ana um að at­kvæðagreiðslur inn­an Alþjóða hval­veiðiráðsins verði leyni­leg­ar var felld með 30 at­kvæðum gegn 27 á árs­fundi ráðsins sem hófst í dag í Suður-Kór­eu. Rök Jap­ana fyr­ir til­lög­unni voru þau, að með henni væri af­stýrt hættu á, að um­hverf­is­vernd­ar­hóp­ar og ríki and­víg hval­veiðum beiti minni ríki þving­un­um.

And­stæðing­ar hval­veiða voru hins veg­ar and­víg­ir til­lög­unni. Sögðu þeir að slík­ar at­kvæðagreiðslur ættu sér eng­in for­dæmi hjá alþjóðasam­tök­um og með samþykkt henn­ar hefði verið boðið upp á baktjalda­makk.

Bú­ist var við því fyr­ir árs­fund­inn að fylk­ing­ar þeirra aðild­ar­ríkja sem eru and­víg­ar hval­veiðum og hinna sem vilja leyfa veiðar væru nokkuð jafn­ar og jafn­vel að hval­veiðis­inna­hóp­ur­inn væri orðinn stærri. Svo virðist ekki vera ef marka má niður­stöður at­kvæðagreiðslna í morg­un en tvær dag­skrár­til­lög­ur Jap­ana voru einnig felld­ar.

Chris Cart­er, um­hverf­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, sagði að niðurstaða at­kvæðagreiðslunn­ar væri senni­lega sú mik­il­væg­asta á árs­fund­in­um, sem stend­ur fram á föstu­dag. „Þetta þýðir að þessi sam­tök eru áfram trú­verðug," sagði hann. „Hefði leyni­leg at­kvæðagreiðsla verið tek­in upp hefðum við tapað þeim trú­verðug­leika sem skipt­ir öllu máli fyr­ir gegn­sæja málsmeðferð."

Ónafn­greind­ur meðlim­ur í sendi­nefnd Jap­ana gerði hins veg­ar ekki mikið úr niður­stöðunni en sagði að um hefði verið að ræða lýðræðis­lega til­lögu til að vernda lít­il ríki fyr­ir hót­un­um. Sagði hann að mörg þró­un­ar­ríki sættu mikl­um þrýst­ingi til að reyna að tryggja að þau greiddu at­kvæði með ákveðnum hætti. Leyni­leg at­kvæðagreiðsla hefði komið í veg fyr­ir það.

Jap­an­ar til­kynntu við upp­haf fund­ar­ins í morg­un, að þeir ætluðu að auka vís­inda­veiðar sín­ar og veiða sam­tals um 1300 hvali á þessu ári, þar á meðal hnúfu­bak og langreyði.

mbl.is