Hvalveiðar í atvinnuskyni áfram bannaðar

Öryggisverðir við fundarstað hvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu.
Öryggisverðir við fundarstað hvalveiðiráðsins í Ulsan í Suður-Kóreu. AP

Alþjóðahval­veiðiráðið felldi á árs­fundi sín­um í Uls­an í Suður-Kór­eu í dag til­lögu frá Japön­um um að leyfa tak­markaðar hval­veiðar í at­vinnu­skyni á ný en bann við slík­um veiðum hef­ur verið í gildi í næst­um tvo ára­tugi. Í at­kvæðagreiðslu um málið greiddu 29 ríki at­kvæði gegn því að veiðar í at­vinnu­skyni yrðu leyfðar að nýju en 23 ríki studdu til­lög­una. Full­trú­ar 5 ríkja sátu hjá við at­kvæðagreiðsluna.

Ljóst var að eng­ar lík­ur voru á að 3/​4 aðild­ar­ríkja hval­veiðiráðsins myndu samþykkja það á árs­fund­in­um að hval­veiðar í at­vinnu­skyni geti haf­ist að nýju en þá hefði sú niðurstaða verið bind­andi. Jap­an­ar höfðu hins veg­ar von­ast til að meiri­hluti ríkj­anna myndu styðja til­lögu þeirra um að tak­markaðar hval­veiðar geti haf­ist að nýju. Það hefði verið til marks um að stuðnings­ríki hval­veiða hefðu náð meiri­hluta í ráðinu.

66 ríki eiga sæti í Alþjóðahval­veiðiráðinu. Ráðið bannaði veiðar á hvöl­um í at­vinnu­skyni árið 1986. Alþjóðahval­veiðiráðið hef­ur í rúm­an ára­tug unnið að gerð nýrra veiðistjórn­un­ar­reglna, sem eru for­senda þess að hval­veiðar í at­vinnu­skyni verði tekn­ar upp að nýju. Dan­ir, sem eru í for­sæti ráðsins, hafa und­an­far­in miss­eri reynt að ná fram mála­miðlun um regl­urn­ar en Jap­an­ar hafa ekki verið sátt­ir við þær hug­mynd­ir sem Dan­ir hafa sett fram og lögðu því fram eig­in til­lögu, sem þeir sögðu að væri raun­hæf mála­miðlun. And­stæðing­ar hval­veiða sögðu hins veg­ar að til­laga Jap­ana gengi ekki nærri nógu langt og Chris Cart­er, um­hverf­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, sagði raun­ar að til­lag­an væri móðgun. Ian Camp­bell, um­hverf­is­ráðherra Ástr­al­íu, sagði, að um væri að ræða veiðiáætl­un, sem þjóðir sem taka sjálf­bæra nýt­ingu al­var­lega, myndu ekki einu sinni leggja fram um sard­ín­ur eða þorsk.

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar sögðu að til­laga Jap­ana tæki ekki á mál­um á borð við þján­ing­ar hvala þegar þeir eru veidd­ir og hvernig eft­ir­liti með hval­veiðum verði háttað.

Jap­an­ar ít­reka hót­un um að ganga úr hval­veiðiráðinu
Joji Moris­hita, formaður japönsku sendi­nefnd­ar­inn­ar á árs­fund­in­um, sagði hins veg­ar við APF frétta­stof­una að hann teldi japönsku til­lög­una vera raun­hæfa mála­miðlun um strang­ar veiðiregl­ur fyr­ir sjálf­bær­ar hval­veiðar í at­vinnu­skyni.

„Við erum ekki að taka um óheft­ar veiðar og þetta skjal ger­ir ráð fyr­ir tak­mörkuðum veiðum með ströngu eft­ir­liti. Í aug­um margra er það raun­hæf krafa," sagði hann.

Moris­hita sakaði and­stæðinga hval­veiða um að reyna að eyðileggja hval­veiðiráðið. „Sú öfga­afstaða, sem kem­ur fram hjá sum­um þjóðum sem eru and­víg­ar hval­veiðum, tef­ur vinn­una og miðar í raun að því að eyðileggja þessi sam­tök. Við telj­um að það verði að ná sam­komu­lagi um eitt­hvað sem kem­ur skikk á þessi sam­tök og fær­ir þau aft­ur í átt að því hlut­verki sem þeim var í upp­hafi ætlað að gegna: Að stjórna hval­veiðum í stað þess að banna þær," sagði hann.

Moris­hita ít­rekaði hót­un Jap­ana um að ganga úr hval­veiðiráðinu ef mál­um þokaði ekki fram á veg­inn. Sagði hann að jap­anska rík­is­stjórn­in væri und­ir mikl­um þrýst­ingu frá þing­mönn­um. „Í gær komu hingað 22 þing­menn frá Jap­an og fóru fram á, að við íhuguðum þann mögu­leika að ganga úr hval­veiðiráðinu og hefja ein­hliða hval­veiðar inn­an 200 mílna efna­hagslög­sögu okk­ar. Ég veit að slík­ar aðgerðir myndu ganga langt en rík­is­stjórn­in get­ur ekki hunsað slík­ar til­lög­ur þing­manna," sagði hann.

Minoru Morimoto og Joji Morishita, fulltrúar Japans í Alþjóðahvalveiðiráðinu, á …
Min­oru Morimoto og Joji Moris­hita, full­trú­ar Jap­ans í Alþjóðahval­veiðiráðinu, á árs­fundi ráðsins. AP
mbl.is