Japanar hvattir til að hætta vísindaveiðum á hvölum

Ian Campbell, unhverfisráðherra Ástrala, (annar frá hægri) ræðir við aðra …
Ian Campbell, unhverfisráðherra Ástrala, (annar frá hægri) ræðir við aðra fulltrúa á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í morgun. AP

Árs­fund­ur Alþjóðahval­veiðiráðsins samþykkti í morg­un álykt­un þar sem áform Jap­ana um að stór­auka vís­inda­veiðar sín­ar á hvöl­um eru for­dæmd. Eru Jap­an­ar hvatt­ir til að hætta vís­inda­veiðunum. Álykt­un­in, sem samþykkt var með 30 at­kvæðum gegn 27, er ekki bind­andi og segj­ast Jap­an­ar ætla að fram­fylgja áætl­un­um sín­um. Ekk­ert hef­ur verið fjallað um vís­inda­veiðar Íslend­inga á hrefnu á fund­in­um.

Ástr­al­ar lögðu til­lög­una fram á fund­in­um ásamt Ný­sjá­lend­ing­um og fleiri ríkj­um. Eft­ir at­kvæðagreiðsluna sagði Chris Cart­er, um­hverf­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands, að niðurstaðan sýndi að meiri­hluti ríkja teldi hval­veiðar Jap­ana í Suður­höf­um væri ekki viðun­andi.

Akira Nakamae, emb­ætt­ismaður í jap­anska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu, sagði að þrátt fyr­ir niður­stöðuna á árs­fundi hval­veiðiráðsins yrði vís­inda­veiðiáætl­un­inni fram­fylgt en Jap­an­ar og önn­ur aðild­ar­ríki ráðins hafa rétt til að stunda vís­inda­veiðar á hvöl­um þrátt fyr­ir að bann sé í gildi við hval­veiðum í at­vinnu­skyni.

„Þótt við höf­um tapað þá erum við ánægðir," sagði Joji Moris­hita, formaður japönsku sendi­nefnd­ar­inn­ar og sagði að lít­ill mun­ur í at­kvæðagreiðslunni sýndi að mik­ill stuðning­ur væri við vís­inda­áætl­un Jap­ana.

Hval­veiðiráðið gef­ur einnig út kvóta til svo­nefndra frum­byggja­veiða, aðalleg til Inúíta á Græn­landi og í Alaska. Full­trúi Græn­lend­inga í dönsku sendi­nefnd­inni til­kynnti á árs­fund­in­um í morg­un, að frá og með næsta ári yrði sand­reyðakvóti græn­lenskra frum­byggja lækkaður úr 19 dýr­um í 10 en vís­inda­nefnd ráðsins hef­ur lagt til að dregið yrði úr veiðunum.

mbl.is