Telja brýna þörf á umbótum innan Alþjóðahvalveiðiráðsins

Frá ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins.
Frá ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. AP

Ástr­al­ar og Ný­sjá­lend­ing­ar, sem eru meðal helstu and­stæðinga hval­veiða inn­an Alþjóðahval­veiðiráðsins (IWC) segja þörf brýna þörf á um­bót­um inn­an ráðsins, að því er fram kom í máli Chris Cart­er um­hverf­is­ráðherra Nýja-Sjá­lands í dag. Cart­er sagði að á fundi ráðsins, sem nú stend­ur yfir í Uls­an í Suður-Kór­eu, hefðu komið í ljós al­var­leg­ir brest­ir, en hart vernd­un­ar­sinn­ar og hval­veiðis­inn­ar, með Jap­ana í broddi fylk­ing­ar, hafa deilt hart á fund­in­um.

„Ég fer von­svik­inn af fund­in­um. Ég tel að þessi sam­tök þurfi bráðnauðsyn­lega á mikl­um um­bót­um að halda,“ sagði hann í sam­tali við AFP-frétta­stof­una. „Sam­kvæmt sjúk­dóms­grein­ingu minni eru þetta afar sjúk sam­tök sem þurfa á taf­ar­lausri aðstoð lækna að halda,“ sagði Cart­er og bætti við að hann og Ian Cam­pe­bell, starfs­bróðir hans í Ástr­al­íu, vildu boða til ráðherra­fund­ar þar sem rætt yrði hvernig best væri að breyta starf­semi IWC og gera hana skil­virk­ari.

mbl.is