Tveir hrefnuveiðibátar eru komnir á miðin

Hrefna dregin upp í bát.
Hrefna dregin upp í bát. AP

Tveir bát­ar, Dröfn RE og Njörður KO, hafa nú þegar haldið til hrefnu­veiða en sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið hef­ur ákveðið að vegna yf­ir­stand­andi hrefnu­rann­sókna skuli veidd­ar 39 hrefn­ur í júlí og ág­úst 2005. Þrír bát­ar munu vera við veiðar í þessu skyni en Hall­dór Sig­urðsson ÍS legg­ur úr höfn þegar veður leyf­ir.

Ekki var búið að veiða neinn hval þegar Morg­un­blaðið hafði sam­band við þá Gunn­ar Jó­hanns­son og Guðmund Har­alds­son, skip­stjóra Drafnar RE og Njarðar KO, í gær­kvöldi en báðir höfðu séð eitt­hvað af hrefn­um. Þeir sögðust ekki snúa til hafn­ar fyrr en búið væri að ná í hval.

„Við höf­um séð svo­lítið af hval en það hef­ur verið ein­hver styggð í þeim,“ seg­ir Gunn­ar Jó­hanns­son og bæt­ir við í gam­an­söm­um tón: „Hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­in eru búin að hræða hval­inn.“

„Kjötið er auka­atriði“
Kon­ráð Eggerts­son, skip­stjóri á Hall­dóri Sig­urðssyni ÍS, seg­ir að ekki sé laust við að spenn­ing­ur sé í mönn­um vegna hinna fyr­ir­huguðu veiða en finnst það miður að heyra mál­flutn­ing for­svars­manna hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja í tengsl­um við veiðarn­ar.

„Þetta eru fyrst og fremst vís­inda­veiðar og kjötið er auka­atriði. Hins veg­ar er markaðssetn­ing á kjöt­inu þegar haf­in en hún hef­ur gengið mjög vel og eft­ir­spurn­in er að aukast.“

Um borð í hverj­um hinna þriggja báta eru tveir vís­inda­menn frá Haf­rann­sókna­stofn­un auk þriggja manna áhafn­ar. Drop­laug Ólafs­dótt­ir, leiðang­urs­stjóri frá Hafró, er um borð í Dröfn RE. Hún seg­ir að hér sé um yf­ir­grips­mikl­ar rann­sókn­ir að ræða en upp­haf­lega hafi verið gert ráð fyr­ir því að veiða 200 dýr á tveim­ur árum.

„Ráðherra ákvað að fara hæg­ar í sak­irn­ar og við [...] höf­um því þurft að end­ur­skipu­leggja hraðann á sýna­tök­unni og ákváðum að taka það sem á vantaði fyrsta hundraðið núna en það eru 39 dýr. Við erum þá hálfnuð í sýna­tök­unni og eig­um hundrað dýr eft­ir,“ seg­ir Drop­laug en stefnt er á að veidd verði hundrað dýr á næsta ári.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: