Sjö hrefnur veiddar

Hrefnu­veiðibát­ur­inn Dröfn RE veiddi seint að kvöldi miðviku­dags sjöttu hrefn­una sem feng­ist hef­ur í sum­ar vegna hrefnu­rann­sókna Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar. Síðdeg­is á fimmtu­dag veiddi svo Hall­dór Sig­urðsson ÍS aðra hrefnu og hafa því alls feng­ist sjö hrefn­ur.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Haf­rann­sókna­stofn­un­inni var hrefn­an sem Dröfn RE veiddi 7,75 metra löng kýr og fékkst hún á Faxa­flóamiðum. Hrefn­an sem Hall­dór Sig­urðsson ÍS veiddi var 5,99 metra löng kýr og veidd­ist á Vest­fjarðamiðum.

Slæmt veður var á miðunum í gær og hamlaði það hrefnu­veiðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: