Hrefnuveiðibáturinn Dröfn RE veiddi seint að kvöldi miðvikudags sjöttu hrefnuna sem fengist hefur í sumar vegna hrefnurannsókna Hafrannsóknastofnunarinnar. Síðdegis á fimmtudag veiddi svo Halldór Sigurðsson ÍS aðra hrefnu og hafa því alls fengist sjö hrefnur.
Samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknastofnuninni var hrefnan sem Dröfn RE veiddi 7,75 metra löng kýr og fékkst hún á Faxaflóamiðum. Hrefnan sem Halldór Sigurðsson ÍS veiddi var 5,99 metra löng kýr og veiddist á Vestfjarðamiðum.
Slæmt veður var á miðunum í gær og hamlaði það hrefnuveiðum.