35 hrefnur hafa verið veiddar

Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS.
Hrefna dregin upp í Halldór Sigurðsson ÍS. AP

Hrefnu­veiðar sum­ars­ins eru á áætl­un en 35 hrefn­ur hafa verið veidd­ar af þeim 39 sem veiða á í sum­ar. Gísli Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur hjá Haf­rann­sókna­stofn­un, seg­ir veiðarn­ar hafa gengið vel og að stefnt sé að því að ljúka þeim í næstu viku.

"Við tök­um á annað hundrað sýna úr hverju dýri, grein­um þau og vinn­um síðan niður­stöður," seg­ir Gísli og ger­ir ráð fyr­ir að fyrstu niður­stöður liggi fyr­ir í vet­ur.

Gísli seg­ir að í heild standi til að veiða tvö hundruð hrefn­ur og veiðarn­ar eru nú hálfnaðar. "Núna höf­um við fengið helm­ing­inn af sýn­un­um og náð dreif­ingu yfir alla árs­tíma og í kring­um landið," seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: