Hrefnuveiðum sumarsins lokið

Búið er að veiða þær 39 hrefn­ur sem ákveðið var að veiða árið 2005 í sam­ræmi við áætl­un um átak í hrefnu­rann­sókn­um. Alls hafa nú verið veidd­ar 100 hrefn­ur vegna rann­sókn­anna sem hóf­ust í ág­úst 2003. Haf­rann­sókna­stofn­un seg­ir, að sýna­tak­an sé því hálfnuð en upp­haf­leg áætl­un gerði ráð fyr­ir veiðum á 200 hrefn­um.

Þrír bát­ar voru leigðir til veiðanna: Njörður KÓ, Hall­dór Sig­urðsson ÍS og Dröfn RE og voru veiðar stundaðar allt í kring­um landið á tíma­bil­inu 4. júlí til 17. ág­úst 2005. Veiðunum var dreift í hlut­falli við út­breiðslu hrefnu hér við land að sum­ar­lagi. Síðasta hrefn­an veidd­ist í morg­un.

Haf­rann­sókna­stofn­un seg­ir, að sýna­söfn­un og önn­ur gagna­öfl­un hafi gengið vel, þótt óhag­stætt tíðarfar hafi tafið veiðarn­ar á tíma­bili. Dreif­ing hrefnu við landið hafi virst nokkuð frá­brugðin því sem var í flug­taln­ing­um í júlí á tíma­bil­inu 1986-2001 og var lítið um hrefnu á sum­um svæðum þar sem hún er venju­lega al­geng á þess­um árs­tíma. Einnig virt­ist minna fugla­líf á þess­um svæðum.

Sýna­tak­an er mjög um­fangs­mik­il og hefst úr­vinnsla þeirra gagna sem safnað var í sum­ar strax í haust að lokn­um sum­ar­leyf­um starfs­manna. Sam­kvæmt rann­sókn­aráætl­un Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar verða alls veidd 200 dýr og munu end­an­leg­ar niður­stöður rann­sókn­anna í heild liggja fyr­ir að lok­inni úr­vinnslu allra sýna. Gert er ráð fyr­ir að bráðabirgðaniður­stöður úr þess­um fyrri helm­ing rann­sókn­anna verði lagðar fyr­ir vís­inda­nefnd Alþjóðahval­veiðiráðsins sum­arið 2006.

Stofn­un­in seg­ir, að meg­in­mark­mið rann­sókn­anna sé að afla grunnupp­lýs­inga um fæðuvist­fræði hrefnu á land­grunni Íslands en auk fæðurann­sókna séu gerðar fjölþætt­ar aðrar rann­sókn­ir á hverri veiddri hrefnu, t.d. á sviði erfðafræði, heilsu­fræði, æxl­un­ar­líf­fræði, orku­bú­skap­ar og lífeðlis­fræði. Ásamt Haf­rann­sókna­stofn­un­inni koma vís­inda­menn frá Rann­sókna­stofn­un fiskiðnaðar­ins, Til­rauna­stöð Há­skól­ans í meina­fræði að Keld­um, Land­spít­ala Há­skóla­sjúkra­húsi o.fl. aðilum að rann­sókn­un­um.

Auk rann­sókna á veidd­um dýr­um eru hvala­taln­ing­ar úr flug­vél og merk­ing­ar hrefnu með gervi­tungla­send­um mik­il­væg­ur hluti hrefnu­rann­sókn­anna. Meg­in­mark­mið þeirra rann­sókna er að afla upp­lýs­inga um fjölda og út­breiðslu hrefnu að vori, sumri og hausti og hafa þær rann­sókn­ir þegar skilað mik­ils­verðum nýj­um upp­lýs­ing­um um far hrefnu í Norður Atlants­hafi. Upp­lýs­ing­ar um hrefnu­veiðar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar

mbl.is