Umhverfisráðherra Ástralíu bregst ókvæða við bréfi Árna Mathiesen

Um­hverf­is­ráðherra Ástr­al­íu, Ian Camp­bell, hef­ur brugðist ókvæða við bréfi Árna Mat­hiesen sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sem gagn­rýndi Ástr­ala fyr­ir að gagn­rýna vís­inda­hval­veiðar Íslend­inga í ljósi þess að Ástr­alir stundi sjálf­ir um­fangs­mikla fækk­un á úlföld­um og keng­úr­um. Seg­ir Camp­bell það hneyksl­an­legt af Árna að bera þetta sam­an.

Þann 1. ág­úst síðastliðinn sagði Camp­bell meðal ann­ars að hval­veiðar Íslend­inga gangi þvert á ákvörðun meiri­hluta Alþjóðahval­veiðiráðsins og að það þurfi ekki að slátra hvöl­um til að rann­saka þá. Auk þess lýsti Camp­bell sig and­snú­inn vís­inda­veiðunum, sem hann sagði illa dul­bún­ar hval­veiðar í hagnaðarskyni.

Í bréfi sem Árni sendi Camp­bell um miðjan mánuðinn sagði m.a. að sam­kvæmt álykt­un um aðferðir við hval­veiðar séu stjórn­völd ekki ein­göngu hvött til að leggja fram upp­lýs­ing­ar um hval­veiðar, held­ur einnig sam­bæri­leg­ar upp­lýs­ing­ar um veiðar á öðrum stór­um spen­dýr­um. Í því sam­bandi sé áhuga­vert að skoða veiðar á þúsund­um villtra úlf­alda í Ástr­al­íu, en dýr­in séu skot­in úr þyrlu. Auk þess séu millj­ón­ir keng­úra veidd­ar ár­lega í land­inu. Árni seg­ir að í ljósi þess hversu mik­inn áhuga Camp­bell hafi á aðferðum Íslend­inga við hval­veiðar geri hann ráð fyr­ir því að Ástr­alir muni leggja fram gögn um veiðar sín­ar á úlföld­um og keng­úr­um.

Á frétta­vefn­um news.com.au er haft eft­ir Camp­bell: „Er maður­inn fífl? Er hann að fara fram á að við leggj­um fram ná­kvæm­ar upp­lýs­ing­ar um líffjöl­breytni á beit­ar­lönd­um á fundi um hvali? Þeir ættu að skamm­ast sín fyr­ir þetta.“

Seg­ir Camp­bell frá­leitt að bera sam­an hval­veiðar og fækk­un á keng­úr­um og úlföld­um. Gíf­ur­leg fjölg­un úlf­alda og keng­úra á bújörðum og beit­ar­landi í Ástr­al­íu hafi leitt til þess að í um­hverf­is­vernd­ar­skyni hafi reynst nauðsyn­legt að fækka þess­um dýr­um. „Að láta sér detta í hug að bera sam­an fækk­un á keng­úr­um, sem gerð er í því skyni að vernda um­hverfið, og hval­veiðar er hneyksl­an­legt,“ er haft eft­ir Camp­bell.

mbl.is