Sjávarútvegsráðherra svarar umhverfisráðherra Ástralíu

Hrefnuveiðar á Íslandsmiðum.
Hrefnuveiðar á Íslandsmiðum. AP

Svar Árna M. Mat­hiesen fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra við orðum Ians Camp­bells, um­hverf­is­ráðherra Ástr­al­íu, birt­ist í gær í blaðinu Can­berra Times. Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið seg­ir, að í heil­an mánuð hafi ár­ang­urs­laust verið reynt að fá svarið birt í sama blaði og birti orð ástr­alska um­hverf­is­ráðherr­ans, Daily Tel­egraph í Ástr­al­íu.

Í til­kynn­ingu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins í dag seg­ir:

„Það var í viðtali í Daily Tel­egraph í síðasta mánuði sem um­hverf­is­ráðherra Ástr­ala, Ian Camp­bell, spurði hvort Árni M. Mat­hiesen væri fífl eða sagði: „Is the man a fool?“ Þetta sagði hann í tengsl­um við það að Árni M. Mat­hiesen benti ráðherr­an­um á að gott væri ef Ástr­alir leggðu fram gögn á næsta árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins (IWC) um af­líf­un­araðferðir á stór­um spen­dýr­um eins og keng­úr­um og kam­eldýr­um. Slík gögn væru gagn­legt til sam­an­b­urðar við af­líf­un­araðferðir á hvöl­um. Þetta taldi Ian Camp­bell vera al­gjöra fá­sinnu þ.e. að óska eft­ir slík­um gögn­um á fund um hvali. Eða eins og hann sagði orðrétt: „They should be deeply embarrassed by this.““

Í svari sínu bendi Árni Ian Camp­bell á „að ósk um slík sam­an­b­urðargögn grund­vall­ast á álykt­un sem samþykkt var árið 2001 af Alþjóðahval­veiðiráðinu og að það voru Ástr­alir sjálf­ir sem lögðu hana fram. Þannig var Árni M. Mat­hiesen ein­ung­is að benda Áströlum á að fylgja álykt­un Alþjóðahval­veiðiráðsins um þessi atriði og í raun að fylgja regl­um sem þeir lögðu sjálf­ir fram“, seg­ir í til­kynn­ingu sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins.

mbl.is