Fáir hafa keypt hvalkjöt á síðustu misserum

100 hrefnur hafa verið veiddar hér við land undanfarin 3 …
100 hrefnur hafa verið veiddar hér við land undanfarin 3 ár. AP

Skoðana­könn­un Gallup, sem gerð var fyr­ir Alþjóðlegu dýra­vernd­un­ar­sam­tök­in, IFAW, í októ­ber 2005, leiddi í ljós að 2,5% Íslend­inga keyptu hval­kjöt þris­var eða oft­ar síðastliðna 12 mánuði þar á und­an, 3,9% þjóðar­inn­ar keyptu það tvisvar og 7,6% keyptu hval­kjöt aðeins einu sinni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um Íslands leiðir könn­un­in einnig í ljós, að 64% þjóðar­inn­ar telja að eft­ir­spurn eft­ir hval­kjöti inn­an­lands sé lít­il en 22,2% telja hana mikla. Niður­stöður sýni að sterk fylgni sé milli kaup­hegðunar og álits svar­enda á styrk markaðar­ins.

Alls hafa 100 hrefn­ur verið veidd­ar síðan vís­inda­veiðar hóf­ust á ný árið 2003.

mbl.is