Skoðanakönnun Gallup, sem gerð var fyrir Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin, IFAW, í október 2005, leiddi í ljós að 2,5% Íslendinga keyptu hvalkjöt þrisvar eða oftar síðastliðna 12 mánuði þar á undan, 3,9% þjóðarinnar keyptu það tvisvar og 7,6% keyptu hvalkjöt aðeins einu sinni.
Samkvæmt upplýsingum frá Náttúruverndarsamtökum Íslands leiðir könnunin einnig í ljós, að 64% þjóðarinnar telja að eftirspurn eftir hvalkjöti innanlands sé lítil en 22,2% telja hana mikla. Niðurstöður sýni að sterk fylgni sé milli kauphegðunar og álits svarenda á styrk markaðarins.
Alls hafa 100 hrefnur verið veiddar síðan vísindaveiðar hófust á ný árið 2003.