Starfsmenn varnarliðsins geta sótt uppsagnarbréf sín á skrifstofu starfsmannahalds frá og með deginum í dag en þeir sem ekki geta sótt þau munu fá þau send í póst að sögn Guðbrands Einarssonar, formanns Verslunarmannafélags Suðurnesja.
Spurður hvort félagið hefði uppi einhverjar áætlanir til að sporna við yfirvofandi atvinnuleysi sagði Guðbrandur að félagið hefði fengið leyfi til að dreifa til launþeganna bréfi frá stéttarfélögunum og Reykjanesbæ, þar sem þau munu bjóða fram þjónustu sína svo sem með vinnumiðlun.