Næsti fundur í samningaviðræðum Íslands og Bandaríkjanna verður haldinn í Reykjavík í lok apríl. Verið er að ræða framtíðaráform um Keflavíkurstöðina hjá Evrópuherstjórn Bandaríkjanna í Stuttgart. Gert er ráð fyrir að framtíð stöðvarinnar skýrist í mánuðinum. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.