Náttúruverndarsamtök hvetja Bandaríkin til að beita sér meira gegn hvalveiðum

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök í Banda­ríkj­un­um hafa bund­ist sam­tök­um um að þrýsta á banda­rísk stjórn­völd að beita sér með öfl­ugri hætti gegn hval­veiðum fyr­ir árs­fund Alþjóðahval­veiðiráðsins, sem hald­inn verður í júní. Einnig verður aug­lýs­inga­her­ferð gegn hval­veiðum í sjón­varpi í Banda­ríkj­un­um, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Í bréfi, sem nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in hafa sent Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seta, er hvatt til þess að Banda­rík­in beiti sér gegn til­raun­um Jap­ana til að kaupa at­kvæði inn­an hval­veiðiráðsins. Þá eru Banda­rík­in hvött til að beita sér gegn því að Jap­an­ar fái fast sæti í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna fyrr en þeir virði alþjóðalög um vernd­un hvala.

Í síðustu viku kom fram, að Banda­rík­in hafa beðið Ísra­els­menn að ganga í Alþjóðahval­veiðiráðið og leggja þar and­stæðing­um hval­veiða lið.

mbl.is