Hvalaskoðunarsamtök segja hrefnur veiddar á skoðunarsvæðum

Kort sem Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja sýna hvar hvalir hafa verið …
Kort sem Hvalaskoðunarsamtök Íslands segja sýna hvar hvalir hafa verið veiddir frá árinu 2003. Bláu svæðin eru hvalaskoðunarsvæði en rauðu deplarnir sýna veidda hvali.

For­svars­menn Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands segja að stjórn­völd hafi ekki staðið við gef­in lof­orð um að fara út fyr­ir svæði hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tækja til veiða á hrefn­um í vís­inda­skyni und­an­far­in ár.

„Við upp­haf þess­ara vís­inda­veiða var farið ofan í þessi mál með sjáv­ar­út­vegs­ráðherra og ráðamönn­um. Þá gáf­um við upp á hvaða svæðum hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­in eru að vinna og feng­um mjög skýrt lof­orð um að það yrði aldrei farið með veiðar inn á þau svæði,“ seg­ir Guðmund­ur Gests­son, vara­formaður sam­tak­anna, á blaðamanna­fundi í dag.

Guðmund­ur sagði að nýj­ar töl­ur frá Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­inni yfir veidda hvali frá ár­inu 2003 sýni að lof­orðið hafi verið þver­brotið og aldrei hafi fleiri dýr verið veidd inni á hvala­skoðun­ar­svæðum en á síðasta ári.

Fram kom á fund­in­um að minna hafi verið um það í fyrra en áður að spak­ir hval­ir kæmu upp að hvala­skoðun­ar­skip­un­um og það væri af­leiðing hval­veiðanna.

Rúm­lega 81 þúsund gest­ir fóru í hvala­skoðun­ar­ferðir á síðasta ári yfir allt landið og stend­ur fjöld­inn í stað frá fyrra ári. Er þetta í fyrsta skipti í tíu ár, eða frá upp­hafi hvala­skoðun­ar­ferða á Íslandi, sem gest­um fjölg­ar ekki, en t.a.m. voru ríf­lega 45 þúsund gest­ir árið 2000.

mbl.is