Framkvæmdastjórn ESB gagnrýnir hvalveiðar

Vísindamenn rannsaka hval er hann er hífður um borð í …
Vísindamenn rannsaka hval er hann er hífður um borð í hrefnubát undan vesturströnd Íslands. AP

Stavr­os Di­mas, sem fer með um­hverf­is­mál í fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins, gagn­rýndi hval­veiðar í ávarpi sem hann flutti á ráðherra­fundi Norður­sjáv­ar­ráðstefn­unn­ar í Gauta­borg í Svíþjóð í síðustu viku.

Di­mas sagði, að hann gerði sér grein fyr­ir því að hval­veiðar væru mik­il­væg­ar í nokkr­um lönd­um af sögu­leg­um og menn­ing­ar­leg­um ástæðum. Hins veg­ar væri kom­inn tími til þess að viður­kenna, að ekki sé hægt að rétt­læta hval­veiðar á slík­um for­send­um. Sagði Di­mas að mik­ill meiri­hluti ríkja, þar á meðal öll aðild­ar­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, telji nú að ekki eigi að skil­greina sjáv­ar­spen­dýr sem nýt­an­lega auðlind og telji sér skylt að vernda þessi dýr af um­hverf­is­leg­um og siðræn­um ástæðum. Gert sé ráð fyr­ir slíkri vernd­un í um­hverf­is- og fisk­veiðistefnu ESB.

Á ráðstefn­unni var einkum fjallað um um­hverf­isáhrif frá sigl­ing­um og fisk­veiðum í Norður­sjó en fiski­stofn­ar þar eru mjög á und­an­haldi og sum­ir jafn­vel tald­ir í út­rým­ing­ar­hættu.

mbl.is