Stefnir í átakalítinn fund Alþjóðahvalveiðiráðsins um miðjan júní

Eft­ir Brján Jónas­son brj­ann@mbl.is
Ekki eru nein­ar lík­ur á að til­lög­ur um tak­markaðar hval­veiðar í at­vinnu­skyni með sér­stök­um skil­yrðum verði samþykkt­ar á árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins (IWC), sem fara mun fram á Saint Kitts og Nevis eyj­un­um í Karíbahaf­inu um miðjan júní­mánuð. Það hef­ur verið helsta bar­áttu­mál Íslend­inga á fund­um ráðsins und­an­far­in ár, seg­ir Stefán Ásmunds­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar.

Nokk­ur von var á árs­fundi IWC fyr­ir ári um að til­lög­ur sem Dan­inn Henrik Fischer lagði fram á fund­in­um árið 2004 yrðu unn­ar áfram, og í það minnsta komið í ákveðinn far­veg. Í til­lög­un­um fólst að tak­markaðar hval­veiðar í at­vinnu­skyni yrðu leyfðar með sér­stök­um skil­yrðum. Stefán seg­ir þá von hafa orðið að engu á fund­in­um í fyrra, og þeir sem stóðu að þeirri til­lögu hefðu í fram­hald­inu ákveðið að vinna ekki frek­ar að því máli.

"Þetta hef­ur verið stóra málið hjá okk­ur und­an­far­in ár, en það er komið í þá stöðu að við eig­um eng­an veg­in von á að það ger­ist eitt­hvað í því," seg­ir Stefán. "Það stefn­ir flest í að á fund­in­um í ár verði helst end­ur­tekið efni þar sem lagðar verði fram til­lög­ur um svo­kölluð griðasvæði, sem er fyr­ir­fram vitað að ekki næst til­skil­inn meiri­hluti fyr­ir, enda þarf 3/​4 at­kvæða til að taka stór­ar ákv­arðanir í hval­veiðiráðinu."

Hval­veiðibann í 20 ár

Í ár eru 20 ár frá því bann við hval­veiðum í at­vinnu­skyni tók form­lega gildi, en Stefán seg­ist ekki eiga von á því að nokk­ur straum­hvörf verði í því máli, enda þarf 3/​4 at­kvæða til að fella bannið úr gildi, og hval­veiðis­inn­ar álíka marg­ir og hval­veiðiand­stæðing­ar í ráðinu.

Stefán seg­ir alltaf ein­hverj­ar frétt­ir af því fyr­ir fundi IWC að hval­veiðiþjóðir séu komn­ar í meiri­hluta, en þær frétt­ir virðist einna helst komn­ar frá hval­veiðiand­stæðing­um, og til þess gerðar að þeir geti hrósað sigri að fundi lokn­um yfir því að hafa getað komið í veg fyr­ir breyt­ing­ar.

Sjálf­ur aðal­fund­ur­inn mun standa frá 16. til 20. júní. Vís­inda­nefnd IWC mun funda fyr­ir aðal­fund­inn, og hefjast þeir fund­ir í dag, 26. maí, og standa fram til 6. júní. Á fund­in­um í fyrra tóku 62 þjóðir þátt, en nú eru 66 þjóðir aðilar að ráðinu, sam­kvæmt vef ráðsins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: