Stefán Ásmundsson: Fundurinn í ár fyrirsjáanlega öðruvísi

Hrefna mynduð um borð í Halldóri Sigurðssyni
Hrefna mynduð um borð í Halldóri Sigurðssyni mbl.is/Jenný Jensdóttir

Árs­fund­ur Alþjóðahval­veiðiráðsins hefst á Saint Kitts og Nevis eyj­um á föstu­dag­inn. Stefán Ásmunds­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar, seg­ir að fund­ur­inn í ár verði fyr­ir­sjá­an­lega öðru­vísi þar sem vitað sé að ekk­ert nýtt muni ger­ast. Umræða um end­ur­skoðun fyr­ir­komu­lags um hval­veiðar í at­vinnu­skyni hafi beðið skip­brot á fund­in­um í fyrra og all­ir þátt­tak­end­ur viti að eng­ar nýj­ar ákv­arðanir verið tekn­ar í ár.

Þeir, sem gerst þekkja, telja víst að meiri­hluti ríkja á árs­fund­in­um nú sé fylgj­andi því að heim­ila hval­veiðar að nýju. Hins veg­ar þarf 3/​4 hluta at­kvæða á árs­fundi til að fella gild­andi hval­veiðibann úr gildi. Stefán seg­ir þó að þótt 3/​4 at­kvæða þurfi til að stór­ar ákv­arðanir verði tekn­ar um hval­veiðar, þá geti meiri­hluti í hval­veiðiráðinu, ef hann næst, breytt því hvaða póli­tísk skila­boð ráðið sé að samþykkja og að í sjálfu sér sé það mik­il­vægt að meiri­hluti ráðsins sé annarr­ar skoðunar en verið hef­ur.

Stefán Ásmunds­son held­ur til fund­ar­ins á miðviku­dag en nú stend­ur þar yfir vinnufund­ur og er Ásta Ein­ars­dótt­ir, vara­formaður ís­lensku nefnd­ar­inn­ar, þar fyr­ir Íslands hönd. Á vinnufund­in­um eru ýmis innri mál rædd, á borð við fjár­mál og stjórn­ar­hætti.

Vinnu­hóp­ur um af­líf­un­araðferðir hefst hins veg­ar í dag og seg­ir Stefán þann hóp hingað til frek­ar hafa verið áróður­svett­vang hvalfriðun­ar­sinna, held­ur en vett­vang þar sem reynt sé að vinna að nýj­um aðferðum. Árs­fund­ur ráðsins hefst svo á föstu­dag og verður fundað dag­lega þar til á þriðju­dag.

Jap­an­ar sögðust fyrr í mánuðinum vilja koma á nýj­um vett­vangi til umræðna um hval­veiðimál, óháðum Alþjóðhval­veiðiráðinu. Seg­ir Stefán þjóðir sem stutt hafa hval­veiðar hafa verið í sam­bandi, en ekk­ert hafi þó verið ákveðið um að koma á form­leg­um vett­vangi.

Jap­an­ir hafi hins veg­ar verið að setja niður ýms­ar hug­mynd­ir um framtíðarþróun og bæt­ir Stefán við að menn skoði auðvitað nýj­ar leiðir þegar erfitt reyn­ist að koma á eðli­legu ástandi inn­an ráðsins.

mbl.is