Hörð barátta hjá Japönum í Alþjóða hvalveiðiráðinu

00:00
00:00

Jap­an­ir ætla í dag að freista þess að ná yf­ir­hönd­inni í Alþjóða hval­veiðiráðinu en fund­ur þess stend­ur yfir á á Sankti Kristó­fer og Nevis-eyj­um. Frá því að fund­ur hófst á föstu­dag hafa þrjár til­lög­ur Jap­ana, meðal ann­ars um að hefja hval­veiðar á ný, verið hafnað. Meðal til­lagna Jap­ana fyr­ir fund­inn í dag er að Alþjóða hval­veiðiráðið ávíti Grænfriðunga fyr­ir árekst­ur þeirra við jap­ansk­an hval­veiðibát í janú­ar.

Til­laga Jap­ana um að leyfa íbú­um jap­anska fiski­bæj­ar­ins Taiji að veiða hrefnu í at­vinnu­skyni var felld í gær­kvöldi en ein­ung­is með eins at­kvæðis mun, 31:30. Ein­fald­ur meiri­hluti hefi þó ekki nægt til þess að til­lag­an yrði samþykkt held­ur hefði þurft 75% at­kvæða á fund­in­um.

Fjög­ur ríki, sem bú­ist hafði verið við að greiddu at­kvæði með Japön­um, sátu þess í stað hjá. Þetta voru Kína, Suður-Kórea, Salomo­n­eyj­ar og Kiri­bati. Joji Moris­hita, formaður japönsku sendi­nefnd­ar­inn­ar, fór ekk­ert leynt með óánægju sína. „Það er gott að þetta var ekki leyni­leg at­kvæðagreiðsla. Jap­an man eft­ir því hvaða ríki studdu þessa til­lögu og hvaða ríki sögðu nei."

Jap­an­ar lögðu til á föstu­dag að at­kvæðagreiðslur á árs­fund­in­um yrðu leyni­leg­ar en sú til­laga var felld, 33:30.

Eft­ir að til­lag­an um strand­veiðarn­ar í Taiji var felld drógu Jap­an­ar aðra til­lögu til baka, um að leyfðar yrðu frum­byggja­veiðar á 10 skorur­eyðum ár­lega til árs­ins 2010.

Full­trú­ar þeirra þjóða, sem helst beita sér gegn hval­veiðum, gagn­rýndu Jap­ana harðlega fyr­ir til­raun­ir þeirra til að fá at­vinnu­veiðar á hvöl­um leyfðar að nýju. „Ég skil þetta ekki," sagði Ben Brads­haw, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Bret­lands. „Við erum banda­menn Jap­ana á nán­ast öll­um öðrum sviðum. Og ég skil hrein­lega ekki hvers vegna Jap­an, Nor­eg­ur og Ísland halda áfram að reyna að fá bann­inu við at­vinnu­hval­veiðum aflétt. Þetta stórskaðar orðstír þeirra á alþjóðavett­vangi. Hval­kjötið hleðst upp í frystigeymsl­un­um því þeir geta ekki selt það. Ég held að það sé aðeins ein­hver menn­ing­ar­leg þrjóska, sem ger­ir það að verj­um að þeir halda áfram að reyna."

Stefán Ásmunds­son, formaður ís­lensku sendi­nefnd­ar­inn­ar, sagði við fjöl­miðla að átök­in í hval­veiðiráðinu virðist nú orðið snú­ast um dýra­vernd en ekki um­hverf­is­vernd. „Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar myndu ekki vilja að dýra­teg­und­ir, sem ekki eru í neinni hættu, séu verndaðar og þetta er því farið að snú­ast um bar­áttu dýra­vernd­un­ar­sinna," sagði hann við AFP frétta­stof­una.

mbl.is