Varnarliðið fundar með HS

Varnarliðið hefur óskað eftir fundi með Hitaveitu Suðurnesja (HS) um miðja næstu viku um framtíð orkuviðskipta á varnarliðssvæðinu. Varnarliðið sagði upp samningi við HS fyrr á þessu ári, en fyrirtækið telur að það sé samningsbrot þar sem ekki sé hægt að segja samningnum upp fyrirvaralaust.

HS sendi varnarliðinu bréf í vor þar sem afstaða fyrirtækisins til uppsagnar orkusamningsins er ítrekuð. Júlíus Jónsson, forstjóri HS, segir að í kjölfarið hafi varnarliðið óskað eftir fundi þar sem þessi mál verði rædd. Júlíus segir að í bréfi varnarliðsins um uppsögn samningsins hafi verið tekið fram að varnarliðið myndi kaupa heitt vatn fyrir einstakar byggingar eftir að það hefði farið af landi brott með starfsemi sína. Hann segir að varnarliðinu hafi verið bent á að það væri verið að eyðileggja húsin ef þau væru ekki hituð upp eftir að þau hefðu verið yfirgefin. Engin formleg viðbrögð hafi enn fengist við þessu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: