Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins í dag, að það rangt hjá Össuri Skarphéðinssyni, fulltrúa Samfylkingar í utanríkismálanefnd, að Bandaríkjamenn hafi boðið Íslendingum tiltekna peningaupphæð til að sjá um og halda við mannvirkjum Atlantshafsbandalagsins hér.
Össur sagðist í fréttum Útvarps í gær hafa öruggar heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn hefðu boðið Íslendingum tiltekna fjárhæð til að halda við mannvirkjum atlantshafsbandalagsins hér á landi.
Geir sagði, að viðræður við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnað Bandaríkjahers haldi áfram og að þeim ljúki vonandi áður en herinn fer. Hann ræðir við formenn stjórnarandstöðuflokkanna þessa dagana og upplýsir þá um gang viðræðnanna.