Viðræður um varnarmál fyrri hluta september

Albert Jónsson sendiherra segir að tímasetning næstu funda milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda varðandi brotthvarf varnarliðsins hafi ekki verið ákveðin en hann reiknar með að þeir verði fyrri hlutann í september.

Aðspurður hvernig viðræðurnar gangi, segir hann að þeir sem komi að viðræðunum tjái sig ekki um gang þeirra í fjölmiðlum.

Á vef Víkurfrétta birtist í gær frétt þar sem haft var eftir heimildarmanni að meginlínur í samkomulagi um viðskilnað varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli liggi fyrir. Í fréttinni segir að gert sé ráð fyrir að íslenska ríkið yfirtaki eigur hersins og að á næsta fundi viðræðunefndanna verði stefnt á að ljúka málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: