Þyrlusveit varnarliðsins hætt

Síðustu bakvakt við björgunarþyrlur varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli lauk í gærmorgun og geta nú Íslendingar eða sjófarendur við landið engrar aðstoðar vænst úr þeirri átt.

Samkvæmt leigusamningum Landhelgisgæslunnar á hún að fá tvær þyrlur afhentar 1. október.

Frá 1971 hefur björgunarsveit varnarliðsins komið að björgun 310 manna. Tvö afrek standa upp úr að mati þeirra sem þekkja til, þ.e. þegar sex mönnum var bjargað af þaki björgunarskipsins Goðans í Vöðlavík árið 1994 og síðan árið 2001 þegar eina skipverjanum sem enn var á lífi úr áhöfn Svanborgar SH var bjargað við gríðarlega erfiðar aðstæður við Svörtuloft á Öndverðarnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: