Metum hlutverk Íslands mikils

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ásam Geir H. Haarde og Birni …
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ásam Geir H. Haarde og Birni Bjarnasyni mbl.is/Skapti

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar því að hann hafi í mörg ár viljað flytja bandaríska varnarliðið frá Íslandi. "Ég myndi ekki orða það þannig," sagði Rumsfeld þegar blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann um þetta fyrir utan Pentagon, varnarmálaráðuneytið í Washington, í gær.

Rumsfeld sagði að Bush forseti hefði óskað eftir því, þegar hann kom til starfa í Hvíta húsinu, að áherslum Bandaríkjanna á sviði hermála yrði breytt frá því sem nauðsynlegt þótti í kalda stríðinu og starfsemin færð inn í 21. öldina, eins og hann orðaði það. "Það hefur þýtt að við höfum fært herafla frá mörgum löndum og slíkar breytingar eru alltaf erfiðar. En við metum mikils sambandið við Íslendinga, sem staðið hefur yfir í 65 ár og erum mjög þakklátir fyrir það mikilvæga hlutverk sem Íslendingar léku á dögum kalda stríðsins."

Rumsfeld sagðist hafa átt góðan fund með íslensku ráðherrunum í gær, þar sem framhald hins góða sambands þjóðanna hefði verið til umræðu; í hvaða búning best væri að klæða það í upphafi 21. aldarinnar, eins og hann tók til orða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: