80 milljónir í hrefnuna

Áætlað er að kostnaður Haf­rann­sókna­stofn­un­ar vegna hrefnu­veiða á þessu ári nemi sam­tals um 78,9 millj­ón­um króna. Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari sjáv­ar­út­vegs­ráðherra við fyr­ir­spurn Marðar Árna­son­ar, Sam­fylk­ingu.

Af þess­um 78,9 millj­ón­um eru 35 millj­ón­ir vegna sjálfra hrefnu­rann­sókn­anna og 43,9 millj­ón­ir vegna samn­ings um veiðarn­ar við Fé­lag hrefnu­veiðimanna. Sex­tíu dýr voru veidd á þessu ári.

Í svar­inu kem­ur einnig fram að kostnaður Haf­rann­sókna­stofn­un­ar vegna hrefnu­veiða á ár­inu 2003 hafi numið um 29,2 millj­ón­um. Þá voru veidd 36 dýr. Kostnaður­inn nam 56,9 millj­ón­um árið 2004, þegar 25 dýr voru veidd, og 55,6 millj­ón­um árið 2005, þegar 39 dýr voru veidd.

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið gerði árið 2003 samn­ing við Fé­lag hrefnu­veiðimanna um veiðar á hrefnu í vís­inda­skyni. Frá ár­inu 2004 hef­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­in hins veg­ar gert slíka samn­inga.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: