Hætta markaðssetningu vara vegna hvalveiðanna

Hvalur verkaður í Hvalfirði.
Hvalur verkaður í Hvalfirði. Morgunblaðið/ Ómar

Banda­ríska versl­un­ar­keðjan Whole Foods Mar­ket (WFM) hef­ur ákveðið að hætta markaðssetn­ingu á ís­lensk­um vör­um í versl­un­um sín­um sök­um ákvörðunar stjórn­valda að hefja að nýju hval­veiðar í at­vinnu­skyni. Versl­un­ar­keðjan mun þó áfram bjóða upp á ís­lensk­ar vör­ur frá ein­stök­um fram­leiðend­um. Ákvörðun­ina sendi Kenn­eth Meyer, aðal­for­stjóri aust­ur­strand­ar­deild­ar, Ein­ari K. Guðfinns­syni sjáv­ar­út­vegs­ráðherra bréf­leiðis 22. nóv­em­ber sl.

Í bréf­inu seg­ir Meyer meðal ann­ars mikið áhyggju­efni að ákveðið hafi verið að veiða níu langreyðar en verst þykir hon­um að eng­ar ákv­arðanir hafi verið tekn­ar um frek­ari veiðar og verði ekki fyrr en niður­stöður úr rann­sókn­um á hval­kjöt­inu liggi fyr­ir. Það þykir Meyer gefa skýrt til kynna að til skoðunar sé að auka við kvót­ann, þ.e. ef niður­stöðurn­ar eru já­kvæðar.

„Okk­ur þykir sú ákvörðun að styðja ekki alþjóðlegt bann við hval­veiðum and­stæð mark­miðum um að kynna landið sem sjálf­bært sam­fé­lag og fram­sækið í um­hverf­is­mál­um," seg­ir Meyer og bæt­ir því við að staða Íslands í hval­veiðimál­um dragi úr viðskipta­vild sem náðst hafi á meðal viðskipta­vina WFM. Því sé ómögu­legt að halda áfram markaðssetn­ingu vörumerk­is­ins Ísland.

„Við hyggj­um að ef afstaða Íslands til hval­veiða breyt­ist ekki muni eft­ir­spurn eft­ir ís­lensk­um vör­um í versl­un­um okk­ar minnka og við verðum til­neydd­ir að leita eft­ir vör­um frá öðrum lönd­um."

Whole Foods Mar­ket er í fremstu röð versl­ana sem selja líf­ræn­ar afurðir og þær sem fram­leidd­ar eru með sjálf­bær­um hætti. Versl­an­irn­ar eru 180 víðsveg­ar um Banda­rík­in og stefnt er að því að fjölga þeim í þrjú hundruð fyr­ir árið 2010. Und­an­far­in ár hef­ur markaðssetn­ing á ís­lensk­um afurðum farið fram í versl­un­um og meðal ann­ars verið boðið upp á lamba­kjöt, skyr, smjör og osta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: