Watson segist ætla að trufla hvalveiðar Japana með nýju skipi

Japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum.
Japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum.

Paul Wat­son, leiðtogi um­hverf­is­vernd­ar­sam­tak­anna Sea Shepherd, seg­ist ætla að nota nýtt og hraðskreitt skip til að trufla hval­veiðibáta Jap­ana í Suður­höf­um. Seg­ir Wat­son, að hann muni leggja af stað í byrj­un næsta og verði í mánuð á hvalamiðunum.

„Við ráðum nú yfir skipi, sem fer jafn hratt og þeirra og það mun gera gæfumun­inn í ár," hef­ur AP frétta­stof­an eft­ir Wat­son, sem vildi að öðru leyti ekki lýsa skip­inu.

Wat­son sagðist vona að hann gæti lagt af stað um ára­mót­in frá Hobart í Tasman­íu á skipi sínu Farley Mowat en það skip var notað til að sigla á jap­ansk­an hval­veiðibát á síðustu vertíð. Seg­ist Wat­son ætla að hitta nýja skipið á Ross­hafi þar sem bú­ist er við að jap­anski flot­inn sé á veiðum.

Sea Shepherd hef­ur sætt gagn­rýni, m.a. frá öðrum um­hverf­is­sam­tök­um, fyr­ir að beita aðferðum, svo sem ásigl­ing­um, sem setja mann­líf í hættu. Útsend­ari Sea Shepherd sökkti m.a. ís­lensk­um hval­veiðibát­um í Reykja­vík­ur­höfn fyr­ir tveim­ur ára­tug­um.

mbl.is