Baugur lýsir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga

Baugur Group hefur lýst yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga.
Baugur Group hefur lýst yfir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga. Morgunblaðið/Ómar

Baug­ur Group hef­ur tekið þá ákvörðun að lýsa yfir and­stöðu við hval­veiðar Íslend­inga. Seg­ir í til­kynn­ingu frá Jóni Ásgeiri Jó­hann­e­syni, for­stjóra Baugs, að hval­veiðar séu farn­ar að skaða ís­lensk fyr­ir­tæki og hugs­an­leg­an áfram­hald­andi vöxt þeirra í framtíðinni.

Í yf­ir­lýs­ingu Jóns Ásgeirs seg­ir m.a., að mik­il andstaða sé gagn­vart hval­veiðum í heim­in­um í dag hvort sem mönn­um líki bet­ur eða verr. Fólk í ferðaþjón­ustu hér á landi hafi ótt­ast mjög þau áhrif sem hval­veiðar Íslend­inga kunni að hafa. Seg­ir að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Sam­tök­um ferðaþjón­ust­unn­ar hafi fjöl­marg­ir afp­antað bók­an­ir hingað til lands vegna ákvörðunar stjórn­valda um að hér skuli hval­ir veidd­ir.

„En það er ekki bara ferðaþjón­ust­an sem á í vanda. Fyr­ir­tæki er­lend­is í eigu Íslend­inga hafa mörg hver átt í erfiðleik­um vegna máls­ins því fjöl­marg­ir hóp­ar hafa hótað því að hætta að versla við þessi fyr­ir­tæki nema hvaleiðum Íslend­inga verði hætt hið snar­asta. Hval­veiðar eru því farn­ar að skaða ís­lensk fyr­ir­tæki og hugs­an­leg­an áfram­hald­andi vöxt þeirra í framtíðinni.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er og verður Íslend­ing­um ávallt mik­il­væg­ur. Hins veg­ar hafa aðrar grein­ar verið að ryðja sér rúms í alþjóðlega viðskipta­sam­fé­lag­inu og það með góðu gengi. Við get­um öll verið sam­mála um að best sé að út­flutn­ings­tekj­ur þjóðar­inn­ar komi frá fleiri en ein­um geira, enda hef­ur áhætt­an hingað til verið tölu­verð. Ekki ætti að koma á óvart að ein­hverju þurfi að fórna til að svo verði. Hef­ur Baug­ur Group því tekið þá ákvörðun að lýsa yfir and­stöðu við hval­veiðar Íslend­inga," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina