Segir hvalkjötsbirgðir svara til 37 gramma á mann

„Þess­ar birgðir hræða mig ekki. Voru þeir ekki að tala um eitt­hvað um 4.700 tonn? Það svar­ar til þess að hvert manns­barn í Jap­an borðaði 37 g á ári. Eða ef fimmt­ung­ur þjóðar­inn­ar borðaði hval einu sinni á ári, þá dygði þetta í 200 gramma steik fyr­ir hvern þeirra," seg­ir Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf. Hann ger­ir lítið úr þeim full­yrðing­um Grænfriðunga að hval­kjöt sé óselj­an­legt í Jap­an og birgðir hlaðist þar upp.

„Þetta eru nán­ast eng­ar birgðir, ef rétt er hermt frá. En ann­ars kem­ur nú fæst rétt frá þess­um gæj­um. Það þykja ekki góðir viðskipta­hætt­ir ef menn láta lag­er­inn þorna upp. Það er þannig í hrefn­unni. Nú er ekk­ert af henni til hér og í Nor­egi eru all­ir lag­er­ar meira og minna tóm­ir. Það verða alltaf að vera til birgðir svo fram­boð sé stöðugt. Það verður að þjóna markaðnum. [...] Það er enn verið að rann­saka sýni úr kjöt­inu, kanna inni­hald hugs­an­legra þung­málma eins og kvikasilf­urs og PCB. Það er sein­legt og flókið. Það spurði eng­inn um þetta fyr­ir 20 árum. Það verður því að kort­leggja þetta upp á nýtt.

Það er ekki sama á hvaða tíma birgðir eru metn­ar. Neyzl­an og fram­boð er mis­mun­andi eft­ir árs­tím­um. Þetta hef­ur eng­in áhrif á áform mín um sölu kjöts­ins til Jap­an," seg­ir Kristján Lofts­son.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: