Viðamikil hvalatalning í sumar

Hvalir verða taldir í Norður-Atlantshafi í sumar.
Hvalir verða taldir í Norður-Atlantshafi í sumar. Reuters

Haf­rann­sókna­stofn­un­in aug­lýs­ir eft­ir einu eða tveim­ur skip­um til hvala­taln­ing­ar næsta sum­ar en á sama tíma verða hval­ir tald­ir á rann­sókna­skip­inu Árna Friðriks­syni sam­hliða karfa­rann­sókn­um. Þá verður einnig talið úr flug­vél á land­gruns­svæðinu.

Fram kem­ur í vef­riti sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, að taln­ing­in er hluti af verk­efni sem Fær­eyj­ar, Nor­eg­ur, Græn­land og Kan­ada taka einnig þátt í. Unnið er að því inn­an Norður-Atlants­hafs­sjáv­ar­spen­dýr­aráðsins (NAMMCO), að taln­inga­menn verði líka á karfa­rann­sókna­skip­um Þjóðverja og Rússa. Á sama tíma verður talið við Banda­rík­in og vest­ur­strönd meg­in­lands Evr­ópu.

Þetta er í fimmta sinn sem slík taln­ing fer fram en áður var talið árin 1987, 1989, 1995 og 2001. Ráðuneytið seg­ir, að gott mat hafi feng­ist á fjölda langreyða og hrefnu við Ísland úr þess­um verk­efn­um. Niður­stöður bendi enn­frem­ur til veru­legr­ar fjölg­un­ar hnúfu­baka hér við land auk nokk­urr­ar fjölg­un­ar í öðrum teg­und­um svo sem langreyða og steypireyða.

mbl.is