Sýru varpað á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum

Japanskt hvalveiðiskip.
Japanskt hvalveiðiskip. Reuters

Japönsk stjórn­völd hafa for­dæmt aðgerðir nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna Sea Shepherd, sem reyna að trufla hval­veiðar Jap­ana í Suður­höf­um. Sea Shepherd segja, að fé­lög­um í sam­tök­un­um hafi tek­ist að úða sex lítr­um af illa lykt­andi sýru á þilfar eins hval­veiðiskips­ins. Sýr­an hafi hins veg­ar ekki verið eitruð. Tveir Sea Shepherd-liðar lentu í sjón­um en var bjargað eft­ir nokkra leit, sem áhafn­ir hval­veiðiskip­anna tóku þátt í.

At­b­urðir þess­ir urðu í gær­kvöldi að ís­lensk­um tíma við Suður­skautslandið. Sea Shepherd er með tvö skip á miðunum til að reyna að trufla hval­veiðar Jap­ana, sem ætla að veiða 850 hrefn­ur og 10 langreyðar í vís­inda­skyni. Skip­in voru skráð í Belís, en þarlend stjórn­völd hafa ógilt skrán­ing­una.

Sea Shepherd seg­ir, að tek­ist hafi að trufla hvalsk­urð um borð í jap­anska skip­inu. Í ljós kom síðan, að tveir úr áhöfn skips Sea Shepherd voru horfn­ir og tóku japönsku sjó­menn­irn­ir þátt í leit að mönn­un­um. Mun það vera í fyrsta skipti, sem slík sam­vinna á sér stað á hvalamiðunum. Menn­irn­ir fund­ust í sjón­um heil­ir á húfi.

Breska rík­is­út­varpið BBC hef­ur eft­ir tals­manni jap­anska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, að þar ríki mik­il reiði í garð nátt­úru­vernd­arsinn­anna fyr­ir að hafa staðið að slíkri árás á japönsk skip. Sagði hann, að öll aðild­ar­ríki Alþjóða hval­veiðiráðsins hefðu samþykkt að reyna að koma í veg fyr­ir at­vik af þessu tagi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina