Danir taka þátt í hvalveiðiráðstefnu Japana

Danir senda fulltrúa á fund Japana um hvalveiðar.
Danir senda fulltrúa á fund Japana um hvalveiðar. Reuters

Dönsk stjórn­völd hafa ákveðið að senda full­trúa á fund, sem Jap­an­ar hafa boðað til um hval­veiðar í Tókíó á morg­un. Er Dan­mörk eina Evr­ópu­sam­bands­landið, sem tek­ur þátt í fund­in­um en öll­um 72 aðild­ar­ríkj­um Alþjóðahval­veiðiráðsins var boðið en fund­ur­inn er hins ekki boðaður í sam­vinnu við ráðið. Íslensk stjórn­völd senda full­trúa á fund­inn.

Jap­an­ar hafa lýst því yfir, að mark­miðið með ráðstefn­unni væri að brjót­ast út úr þeirri patt­stöðu sem er inn­an hval­veiðiráðsins og ræða aðferðir við að koma upp nýju veiðistjórn­un­ar­kerfi.

Að sögn Ritzaufrétta­stof­unn­ar mun danski aðal­full­trú­inn í hval­veiðiráðinu sækja fund­inn í Jap­an ásamt full­trú­um frá Græn­landi.

Ritzau seg­ir að Dan­ir sæti gagn­rýni um­hverf­is­sam­taka fyr­ir að fylgja ekki for­dæmi Banda­ríkja­manna og annarra ESB-ríkja og hunsi fund Jap­ana.

mbl.is