Dönsk stjórnvöld hafa ákveðið að senda fulltrúa á fund, sem Japanar hafa boðað til um hvalveiðar í Tókíó á morgun. Er Danmörk eina Evrópusambandslandið, sem tekur þátt í fundinum en öllum 72 aðildarríkjum Alþjóðahvalveiðiráðsins var boðið en fundurinn er hins ekki boðaður í samvinnu við ráðið. Íslensk stjórnvöld senda fulltrúa á fundinn.
Japanar hafa lýst því yfir, að markmiðið með ráðstefnunni væri að brjótast út úr þeirri pattstöðu sem er innan hvalveiðiráðsins og ræða aðferðir við að koma upp nýju veiðistjórnunarkerfi.
Að sögn Ritzaufréttastofunnar mun danski aðalfulltrúinn í hvalveiðiráðinu sækja fundinn í Japan ásamt fulltrúum frá Grænlandi.
Ritzau segir að Danir sæti gagnrýni umhverfissamtaka fyrir að fylgja ekki fordæmi Bandaríkjamanna og annarra ESB-ríkja og hunsi fund Japana.